Viðskipti innlent

Breytingar í stjórn Wyndeham

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar og nýr stjórnarmeðlimur í breska prentfyrirtækinu Wyndeham.
Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar og nýr stjórnarmeðlimur í breska prentfyrirtækinu Wyndeham.

Stjórn breska prentfyrirtækisins Wyndeham, sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar, hefur látið af störfum og ný stjórn tekin við. Nýir stjórnarmenn eru stjórnarmenn í Dagsbrún.

Í Vegvísi Landsbankans segir að Bryan Bedson, fyrrum stjórnarformaður Wyndeham, muni starfa áfram fyrir Wyndeham sem ráðgjafi. Annar stjórnarmeðlimur, Tony Austin, mun einnig starfa áfram hjá fyrirtækinu, en Peter Barber, John Flavell, Richard Heron og John Jeremy hverfa til annarra verkefna.

Nýjir stjórnarmeðlimir eru Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, Viðar Þorkelsson aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Dagsbrúnar og Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður hjá Baugi Group og stjórnarformaður Dagsbrúnar.

Breytingarnar eru í takt við það sem stjórnendur Wyndeham áttu von á með breyttu eignarhaldi og stjórnunarháttum, að því er segir í Vegvísi Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×