Innlent

Af og frá að lækka aflahlutfallið fyrir næsta fiskveiðiár

MYND/Gunnar V. Andrésson
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir af og frá að aflahlutfallið verði lækkað fyrir næsta fiskveiðiár. Hann afskrifar þó ekki breytingar á aflareglunni en segir að ekki megi rasa um ráð fram, slíkar breytingar taki tíma þar sem um gríðarmikla hagsmuni sé að ræða fyrir íslensku þjóðina.

Aðspurður hvort hann sé smeykur við að lækka veiðihlutfallið á fiskveiðiárinu fyrir alþingiskosningar, segir hann

Einar segist vonsvikinn með niðurstöður Hafrannsóknastofnunar, hann hafi, eins og aðrir, vonast til að sjá stærri þorskstofn, en í staðinn þurfi að skera enn frekar niður.

Hann segist nú munu funda með sem víðustum hópi fræðimanna og hagsmunaaðila og safna saman upplýsingum áður en nokkuð verði aðhafst. Komi til breytinga, verði það ekki fyrr en á þar næsta fiskveiðiári, 2007/2008.

Hann segir hins vegar ljóst að við óbreytt ástand verði ekki unað. Stofninn sé of lítill og að það sé öllum til hagsbóta að stofninn fái svigrúm til að stækka, þannig gefi hann einfaldlega miklu meira af sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×