Innlent

Ekki mynduð ný ríkisstjórn

MYND/Valli

Geir H. Haarde verðandi forsætisráðherra segir að þótt mannabreytingar blasi við í ríkisstjórninni verði ekki mynduð ný ríkisstjórn enda þýði afsögn Halldórs ekki slit á stjórnarsamstarfinu.

Halldór Ásgrímsson sagði í gærkvöldi að hann ætlaði að leggja til við miðstjórn flokksins í næstu viku að efna til flokksþings strax í haust og að þar myndu flokksmenn kjósa sér nýja forystu. Hann staðfesti að rætt hafi verið við Finn Ingólfsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og varaformannn Framsóknarflokksins, að koma aftur inn í stjórnmálin og gefa kost á sér til formennsku.

Finnur sagði á sínum tíma af sér og bar meðal annars við ósanngjarnri gagnrýni á störf sín. Eftir það varð hann seðlabankastjóri en sagði því starfi laustu til að taka við framkvæmdastjórastöðu VÍS, en eftir breytingar á eignarhaldi í félaginu nýverið er hann starfandi sjtórnarformaður þess. Hann hefur ekki enn viljað tjá sig um famvindu þessa máls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×