Innlent

272 milljóna króna tap af rekstri Byggðastofnunar

MYND/Vilhelm

Tvö hundruð sjötíu og tveggja milljóna króna tap varð af rekstri Byggðastofnunar á síðasta ári og minnkaði um rúmar hundrað milljónir frá árinu 2004. Þetta kemur fram í nýrri árssýrslu stofnunarinnar. Þar segir einnig að eiginfjárhlutfall stofnunarinnar hafi verið 8,.2 prósent sem er 0,2 prósentustigum fyrir ofan lágmarkseiginfjárhlutfall samkvæmt lögum.

Að öllum líkindum er þetta síðasta heila starfsár Byggðastofnunar en eins og kunnugt er liggur fyrir Alþinig frumvarp um sameiningu stofnunarinnar, Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Er það álit forstjóra stofnunarinnar að meginhugmynd frumvarpsins hvað þetta varði horfi til framfara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×