Sport

Styttist í leikinn stóra

Einn mikilvægasti handboltaleikur Íslandssögunnar er nú að hefjast í höllinni. Íslendingar og Svíar berjast um að komast á HM í handbolta sem haldið verður í Þýskalandi árið 2007. Það má reikna með að það verði glæsilegasta handboltamót sem haldið hefur verið.

Ísland sigraði fyrri leikinn svo eftirminnilega 32-28 í Globen í Svíþjóð fyrir tæpri viku síðan. Íslandi dugar jafntefli eða tap sem ekki er stærra en fjögur mörk til að komast á HM. Tapi Ísland með fjórum mörkum verða Svíar að skora fleiri en 32 mörk til að komast áfram.

Þjóðverjar verða með góða reynslu af stórmótum eftir HM í fótbolta. Handboltaáhugi er hvað mestur í heiminum í Þýskalandi, því má reikna með troðfullum risahöllum á mótinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×