Sport

Ísland kveður niður Svíagrýluna

Íslendingar voru rétt í þessu að tryggja sér þátttökurétt á HM í handbolta sem haldin verður í Þýskalandi, þrátt fyrir 25-26 tap. Það gerðu þeir með mjög góðum lokakafla í leiknum. Á tímabili í seinni hálfleik var útlitið dökkt því þá náðu Svíar mest fimm marka forskoti. Ísland sigrar samanlagt 57-54 í viðureignunum tveimur.

Íslendingar lentu í þeirri erfiðu aðstöðu að vera aðeins með þrjá útileikmenn á vellinum þegar staðan var 23-23. Á þeim kafla lokaði Birkir Ívar markvörður markinu og leikurinn endaði 25-26 fyrir Svía.

Stemmningin í troðfullri Laugardalshöllinni var svakaleg og áhorfendur hvöttu liðið ákaft til dáða.

Arnór Atlason var að vonum kampakátur í leikslok "Maður bjóst einhvern vegin við að klára þetta, miðað við stemminguna í höllinni og í liðinu," sagði Arnór sigurreifur í viðtali eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×