Ný kauphöll í Bretlandi? 19. júní 2006 11:23 Mynd/AFP Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem þar er fyrir. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times. NYSE hafði áhuga á yfirtöku á kauphöllinni í Lundúnum (LSE)en eftir kaup Nasdaq-hlutabréfamarkaðarins á fjórðungshlut í LSE runnu þær væntingar út í sandinn. Thain sagði í samtali við blaðið að NYSEgæti sett á laggirnar nýja kauphöll í Bretlandi til móts við LSE. Ástæðan fyrir samrunatilraunum bandarískra kauphalla við evrópskar kauphallir er m.a. sú að þeim bandarísku hefur ekki tekist að laða erlend fyrirtæki til skráningar í Bandaríkjunum í kjölfar hertari reglugerða um verðbréfamarkaði og fyrirtækjaskráningu í kjölfar Enron-hneykslisins. Yfirtökutilboð NYSE í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext, sem rekur kauphallir í Belgíu og Hollandi, Frakklandi og í Portúgal, hefur þegar verið tilkynnt en með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með viðskipti beggja vegna Atlantshafsins. Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, hefur lengi haft áhuga á samruna við Euronext og hefur verið haft eftir forstjóra kauphallarinnar að þær áætlanir hafi ekki verið blásnar af þrátt fyrir samruna Euronext og NYSE. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem þar er fyrir. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times. NYSE hafði áhuga á yfirtöku á kauphöllinni í Lundúnum (LSE)en eftir kaup Nasdaq-hlutabréfamarkaðarins á fjórðungshlut í LSE runnu þær væntingar út í sandinn. Thain sagði í samtali við blaðið að NYSEgæti sett á laggirnar nýja kauphöll í Bretlandi til móts við LSE. Ástæðan fyrir samrunatilraunum bandarískra kauphalla við evrópskar kauphallir er m.a. sú að þeim bandarísku hefur ekki tekist að laða erlend fyrirtæki til skráningar í Bandaríkjunum í kjölfar hertari reglugerða um verðbréfamarkaði og fyrirtækjaskráningu í kjölfar Enron-hneykslisins. Yfirtökutilboð NYSE í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext, sem rekur kauphallir í Belgíu og Hollandi, Frakklandi og í Portúgal, hefur þegar verið tilkynnt en með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með viðskipti beggja vegna Atlantshafsins. Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, hefur lengi haft áhuga á samruna við Euronext og hefur verið haft eftir forstjóra kauphallarinnar að þær áætlanir hafi ekki verið blásnar af þrátt fyrir samruna Euronext og NYSE.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira