Viðskipti innlent

Mosaic Fashions horfir á tískufyrirtækið Rubicon

Frá tískusýningu Mosaic Fashions.
Frá tískusýningu Mosaic Fashions.

Breska tískukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er í Kauphöll Íslands og er að stórum hluta í eigu Baugs, hyggst kaupa tískufyrirtækið Rubicon. Kaupverð er rúmir 48,6 milljarðar króna.

Kaupin eru háð áreiðanleikakönnun og samþykki hluthafa.

Rubicon rekur meðal annars skófyrirtækið Shoe Studio. Tekjur félagsins námu rúmum 56 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári.

Baugur, KB banki og fleiri íslenskir fjárfestar eiga fyrir smærri hluti í Rubicon og samkvæmt heimildum voru uppi áætlanir um að skrá Shoe Studio í Kauphöll Íslands.

Greinilegt er að fýsilegra hefur þótt að sameina Rubicon og Mosaic Fashions.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×