Sport

Ulrich og Basso reknir frá liðum sínum

Lyfjamál eiga það til að varpa skugga á Frakklandshjólreiðarnar. Hér sést Ulrich fremstur í flokki í keppni fyrir nokkrum vikum
Lyfjamál eiga það til að varpa skugga á Frakklandshjólreiðarnar. Hér sést Ulrich fremstur í flokki í keppni fyrir nokkrum vikum AFP

Tveir af sigurstranglegustu köppunum í Frakklandshjólreiðunum sem hefjast í Stassburg á morgun, verða ekki með í mótinu eftir að í ljós kom að þeir tengjast rannsókn á ólöglegri lyfjaneyslu. Þeir hafa því verið reknir úr liðum sínum og þurfa að gangast undir rannsókn á Spáni. Þetta eru þeir Jan Ulrich og Ivan Basso.

Jan Ulrich hjólaði með T-mobile-liðinu, en hefur nú verið rekinn úr því líkt og liðsstjórinn og annar hjólreiðamaður, Oscar Sevilla. Allir sem ákærðir hafa verið hafa neitað sök, en þeir liðsmenn sem ekki hafa verið sakaðir um lyfjaneyslu, hafa verið skikkaðir til að skrifa undir yfirlýsingu um að þeir tengist málinu ekki á neinn hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×