Gæti ekki verið sáttari 26. júlí 2006 21:30 Logi Geirsson segir að HM í Þýskalandi eigi eftir að verða mikil lyftistöng fyrir handboltann og bindur miklar vonir við íslenska landsliðið Mynd/Jurgen Hagemann Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. "Ég held bara að ég gæti ekki verið sáttari," sagði Logi í kvöld þegar Vísir náði tali af honum. "Ég átti eitt ár eftir af gamla samningnum mínum en nú er ég búinn að skrifa undir nýjan og miklu betri samning til ársins 2010 og það er mjög jákvætt. Þeir buðu mér fyrst nokkuð lakari samning fyrir tveimur mánuðum síðan, en svo fóru önnur lið að hafa samband við mig og sýna áhuga. Í framhaldi af því komst ég í nokkuð sterkari stöðu við að semja og landaði þessum fína samningi í kjölfarið." Logi segir lækna loksins hafa fengið botn í bakmeiðslin sem hafa verið að hrjá hann til þessa og segir að ef hann fari að finna til þeirra á ný, verði hægt að laga þau með tiltölulega einfaldri aðgerð. Hann segist líka hlakka til þess að fá að sanna sig með landsliðinu eftir meiðslavonbrigðin að undanförnu. "Það hefur verið erfitt að vera fyrir utan þetta fram að þessu, því það er auðvitað toppurinn að spila með landsliðinu. Það er gríðarleg stemming í strákunum sem spila hérna í Þýskalandi og stefnan er auðvitað sett á að gera góða hluti á HM. Íslenska liðið er auðvitað frábærlega vel mannað og ég sé enga ástæðu til annars en að liðið geti gert fína hluti á mótinu," sagði Logi, sem skartar nú nýrri hárgreiðslu að hætti hússins. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa. "Ég held bara að ég gæti ekki verið sáttari," sagði Logi í kvöld þegar Vísir náði tali af honum. "Ég átti eitt ár eftir af gamla samningnum mínum en nú er ég búinn að skrifa undir nýjan og miklu betri samning til ársins 2010 og það er mjög jákvætt. Þeir buðu mér fyrst nokkuð lakari samning fyrir tveimur mánuðum síðan, en svo fóru önnur lið að hafa samband við mig og sýna áhuga. Í framhaldi af því komst ég í nokkuð sterkari stöðu við að semja og landaði þessum fína samningi í kjölfarið." Logi segir lækna loksins hafa fengið botn í bakmeiðslin sem hafa verið að hrjá hann til þessa og segir að ef hann fari að finna til þeirra á ný, verði hægt að laga þau með tiltölulega einfaldri aðgerð. Hann segist líka hlakka til þess að fá að sanna sig með landsliðinu eftir meiðslavonbrigðin að undanförnu. "Það hefur verið erfitt að vera fyrir utan þetta fram að þessu, því það er auðvitað toppurinn að spila með landsliðinu. Það er gríðarleg stemming í strákunum sem spila hérna í Þýskalandi og stefnan er auðvitað sett á að gera góða hluti á HM. Íslenska liðið er auðvitað frábærlega vel mannað og ég sé enga ástæðu til annars en að liðið geti gert fína hluti á mótinu," sagði Logi, sem skartar nú nýrri hárgreiðslu að hætti hússins.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira