Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra 3. ágúst 2006 18:00 Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins. Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. - 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð. Föstudaginn 21. júlí gerðist það að einn þátttakenda í sumarbúðunum, Jón Grétar Broddason, missti meðvitund og fór á botninn í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og skynjaði strax hvað var að gerast. Hann á ekki gott með að tjá sig en með bendingum og köllum tókst honum að ná athygli næsta starfsmanns sumarbúðanna sem einnig var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri tími hefði liðið án súrefnis í óvenju heitri sundlaug. „Jón Snorri er mjög næmur, eftirtektarsamur og vandaður ungur maður," segir Karl Lúðvíksson sumarbúðastjóri. „Með því að skynja strax hættuna og tilkynna án tafar hefur hann mjög líklega bjargað lífi félaga síns sem lá meðvitundarlaus á sundlaugarbotni. Við erum öll mjög stolt af þessum gæfusama og góða vini okkar." Jón Snorri var þrítugur í gær. Í tilefni dagsins og björgunarinnar fékk hann heimsókn frá Rauða krossinum þar sem fjölskylda og vinir voru að fagna afmælinu með honum. Jón Snorri hefur í nokkur ár sótt Sumarbúðirnar á Löngumýri. Tómas Gunnarsson faðir Jóns Snorra er ákaflega ánægður með starfið sem þar fer fram. „Sérstök ástæða er til að þakka starf Sumarbúða Rauða krossins að Löngumýri. Þar er grunnþörfum þátttakenda vel mætt og margt annað boðið, svo sem gönguferðir, golf, veiðiferð, flúðasigling og reiðtúrar, svo og sögur, söngur og dans á kvöldvökum. Slysavarnir og hjálp í viðlögum hafa ekki gleymst. Hér hefur vel og djarflega verið að verki staðið hjá sumarbúðastjóranum Karli Lúðvíkssyni og hans fólki og þeim sem að baki þeim standa," sagði Tómas. Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. - 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð. Föstudaginn 21. júlí gerðist það að einn þátttakenda í sumarbúðunum, Jón Grétar Broddason, missti meðvitund og fór á botninn í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og skynjaði strax hvað var að gerast. Hann á ekki gott með að tjá sig en með bendingum og köllum tókst honum að ná athygli næsta starfsmanns sumarbúðanna sem einnig var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri tími hefði liðið án súrefnis í óvenju heitri sundlaug. „Jón Snorri er mjög næmur, eftirtektarsamur og vandaður ungur maður," segir Karl Lúðvíksson sumarbúðastjóri. „Með því að skynja strax hættuna og tilkynna án tafar hefur hann mjög líklega bjargað lífi félaga síns sem lá meðvitundarlaus á sundlaugarbotni. Við erum öll mjög stolt af þessum gæfusama og góða vini okkar." Jón Snorri var þrítugur í gær. Í tilefni dagsins og björgunarinnar fékk hann heimsókn frá Rauða krossinum þar sem fjölskylda og vinir voru að fagna afmælinu með honum. Jón Snorri hefur í nokkur ár sótt Sumarbúðirnar á Löngumýri. Tómas Gunnarsson faðir Jóns Snorra er ákaflega ánægður með starfið sem þar fer fram. „Sérstök ástæða er til að þakka starf Sumarbúða Rauða krossins að Löngumýri. Þar er grunnþörfum þátttakenda vel mætt og margt annað boðið, svo sem gönguferðir, golf, veiðiferð, flúðasigling og reiðtúrar, svo og sögur, söngur og dans á kvöldvökum. Slysavarnir og hjálp í viðlögum hafa ekki gleymst. Hér hefur vel og djarflega verið að verki staðið hjá sumarbúðastjóranum Karli Lúðvíkssyni og hans fólki og þeim sem að baki þeim standa," sagði Tómas.
Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira