Viðskipti innlent

Spá lækkun stýrivaxta næsta vor

Greiningardeild Glitnis segir væntingar um að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti snemma á næsta ári. Á móti komi að væntingar virðist vera að lækkunin verði hófleg verði þeir enn yfir 12 prósentum um mitt næsta ár. Stýrivextir standa nú um stundir í 13,5 prósentum.

Deildin spáir því jafnframt að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti í næsta mánuði um 50 punkta en að óvissa ríki um ákvörðun bankans í nóvember. Gæti bankinn hugsanlega rökstutt að ekki sé þ0rf á frekari vaxtahækkunum í ljósi minnkandi þenslu.

Spáir greiningardeildin því að bankinn lækki stýrivexti sína ekki fyrr en í mars eða apríl á næsta ári. Muni bankinn lækka vextina skarpt og verði þeir komnir undir 10 prósent fyrir lok næsta árs enda muni draga verulega úr verðbólgu á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×