Viðskipti erlent

Uppfærð hagvaxtarspá fyrir Þýskaland

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur uppfært hagvaxtarspá sína fyrir Þýskaland. IMF spáði 1,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en býst nú við 2 prósenta hagvexti á árinu.

Þýskaland er stærsta hagkerfið innan evrusvæðisins.

Í spánni, sem birtist í þýska dagblaðinu Handelsblatt á morgun, er ennfremur spáð 1,5 prósenta hagvexti í Þýskalandi á næsta ári, sem er 50 punkta hækkun frá fyrri spá stofnunarinnar.

IMF bendir hins vegar á að spenna í Miðausturlöndum, hækkanir á olíuverði og stýrivöxtum auk vaxtamunar geti haft neikvæð áhrif á Þýskaland sem og önnur aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×