Viðskipti innlent

Methagnaður hjá SPK

Sparisjóður Kópavogs.
Sparisjóður Kópavogs. Mynd/Páll

Sparisjóður Kópavogs (SPK) skilaði 222 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 135 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn er umfram áætlanir og sá mesti í sögu SPK á einum ársfjórðungi.

Í tilkynningu SPK til Kauphallar Íslands segir að fyrri hluti ársins hafi verið einstaklega hagfelldur fyrir SPK.

Hagnaður sparisjóðsins fyrstu 6 mánuði fyrir skatta nam 259 milljónum króna en hann var 144 milljónir á sama tímabili í fyrra og nemur aukningin 79,9 prósentum.

Útlán til viðskiptavina námu rúmum 14,8 milljörðum króna sem er rúm fimmtungs hækkun frá áramótum.

Í tilkynningunni kemur fram að SPK seldi 4 prósenta hlut í SP Fjármögnun á tímabilinu og keypti 5,4 prósent stofnfjár við Sparisjóð Hafnarfjarðar.

Eigið fé SPK nam 976 milljónum króna í lok síðasta árs en það er 11,2 prósenta hækkun á milli ára. Þá nam eiginfjárhlutfall 11,1 prósent. Það var 14,1 prósent um síðustu áramót en má ekki vera lægra en 8 prósent samkvæmt CAD-hlutfall.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×