Viðskipti innlent

Taprekstur hjá Nýsi

Egilshöll er í eigu dótturfélags Nýsis.
Egilshöll er í eigu dótturfélags Nýsis. Mynd/GVA

Fasteignafélagið Nýsir hf. skilaði 937 milljóna króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur frá því í fyrra þegar félagið skilaði 394,7 milljóna króna hagnaði. Helsta ástæða tapsins er óhagstæð gengisþróun vegna erlendra lána.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að rekstrartekjur hafi numið tæpum 1,2 milljörðum króna samanborið við 570 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam rekstrarhagnaður Nýsis 403 milljónum króna sem er tæplega 210 milljóna króna samdráttur á milli ára.

Eignir félagsins námu rúmum 34,8 milljörðum króna en þær námu rúmum tæpum 16,4 milljörðum króna á sama tíma á síðasta ári.

Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar nema 31 milljarði króna og eigið fé nam rúmum 3,7 milljörðum króna að meðtaldri hlutdeild minnihluta.

Dótturfélög Nýsis eru Nýsir fasteignir hf, Fasteignastjórnun ehf. og Stofn fjárfestingarfélag ehf en dótturfélög Nýsis fasteigna eru: Grípir ehf, Iði ehf, Nýtak ehf, Engidalur ehf, Þekkur ehf, Hafnarslóð ehf, Laugahús ehf., Teknikum ehf., Borgarhöllin hf og Egilshöllin ehf. Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Salus ehf. (50%), Faxafen ehf. (50%), Hraðbraut ehf. (50%), Artes ehf. (81%), Sjáland ehf. (67%) og Mostur (50%). Mostur er 100% eigandi Gránufélagsins ehf. og 70% eigandi Laxnesbúsins ehf.

Þá eru önnur dótturfélög m.a. Nysir UK Limited, Nysir Danmark Aps og Nysir Malta Limited.

Þá er það eigandi að nokkrum hlutdeildarfélögum, meðal annars í Eignarhaldsfélaginu Portus, Situs ehf., Fasteignafélaginu Lækjarhlíð ehf., Vivus ehf., Heilsuakademíunni ehf. og Austurgötu ehf. Þá keypti Nýsir hf. Mörkina ehf. í apríl á þessu ári.

Í tilkynningunni kemur fram að mikil uppbygging stendur fyrir dyrum hjá félaginu. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhús, hótel o.fl. við austurhöfnina í Reykjavík á vegum Eignarhaldsfélagsins Portus ehf. og fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×