Viðskipti innlent

Barr með nýtt tilboð í Pliva

Höfuðstöðvar Pliva í Zagreb í Króatíu.
Höfuðstöðvar Pliva í Zagreb í Króatíu. Mynd/AP

Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva. Á vefsíðu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt.

Actavis hækkaði tilboð sitt í Pliva í síðustu viku í 795 kúnur á hlut eða samtals í tæpa 180 milljarða íslenskar krónur. Sama dag greindi stjórn Barr frá því að fyrirtækið myndi í síðasta lagi í dag greina frá því hvort fyrirtækið myndi hækka boð sitt í Pliva.

Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð Barr upp á 743 kúnur á hlut eða tæpa 165 milljarða íslenskar krónur.

Actavis á tæpt 21 prósent í Pliva með beinum og óbeinum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×