Soros berst gegn fátækt 13. september 2006 10:12 George Soros. Mynd/AP Bandaríski auðkýfingurinn George Soros hefur ákveðið að veita Sameinuðu þjóðunum 50 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3,5 milljarða íslenskra króna, á næstu fimm árum til að berjast gegn fátækt og útbreiðslu alnæmis í Afríku. Verkefni Sameinuðu þjóðanna nefnist Millennium Villages Project og á það að stuðla að því að byggja upp heilbrigðisstofnanir í Afríku, auka menntun barna og hjálpa bændum út úr viðjum fátæktar í 79 þorpum í 10 Afríkuríkjum. Á meðal ríkjanna eru Eþíópía, Gana, Malí, Rúanda og Úganda. Gert er ráð fyrir því að verkefnið, sem stendur fram til ársins 2015, komi til með að kosta 100 milljónir dala eða rúma 7 milljarða íslenskra króna. Soros sagði í samtali við fréttastofu Reuters að verkefni SÞ geti haft mikla þýðingu fyrir fátæka bændur í dreifðari byggðum Afríku. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, fá íbúar þorpa í Afríku flugnanet til að koma í veg fyrir að þeir smitis af malaríu og tilbúinn áburð auk þess sem læknisaðstoð verður veitt þeim sem smitasta hafa af alnæmi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski auðkýfingurinn George Soros hefur ákveðið að veita Sameinuðu þjóðunum 50 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3,5 milljarða íslenskra króna, á næstu fimm árum til að berjast gegn fátækt og útbreiðslu alnæmis í Afríku. Verkefni Sameinuðu þjóðanna nefnist Millennium Villages Project og á það að stuðla að því að byggja upp heilbrigðisstofnanir í Afríku, auka menntun barna og hjálpa bændum út úr viðjum fátæktar í 79 þorpum í 10 Afríkuríkjum. Á meðal ríkjanna eru Eþíópía, Gana, Malí, Rúanda og Úganda. Gert er ráð fyrir því að verkefnið, sem stendur fram til ársins 2015, komi til með að kosta 100 milljónir dala eða rúma 7 milljarða íslenskra króna. Soros sagði í samtali við fréttastofu Reuters að verkefni SÞ geti haft mikla þýðingu fyrir fátæka bændur í dreifðari byggðum Afríku. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, fá íbúar þorpa í Afríku flugnanet til að koma í veg fyrir að þeir smitis af malaríu og tilbúinn áburð auk þess sem læknisaðstoð verður veitt þeim sem smitasta hafa af alnæmi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira