Viðskipti erlent

Búist við óbreyttum stýrivöxtum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Seðlabanki Bandaríkjanna greinir frá breytingum á stýrivaxtastigi bankans í dag. Sérfræðingar búast almennt við því að hækkanaferli bankans sé á enda og reikna með því að ákveðið verði að halda stýrivöxtum óbreyttum vestra í 5,25 prósentum.

Á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði var ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum og töldu sérfræðingar víst að hækkanaferlið væri á enda. Helsta ástæðan fyrir því er sú að verð á hráolíu og eldsneyti hefur lækkað mikið undanfarnar vikur og hefur það slegið á ótta manna um aukna verðbólgu í Bandaríkjunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×