Viðskipti erlent

Sensex-vísitalan upp fyrir 12.000 stig

Sensex hlutabréfavísitalan á Indlandi rauf 12.000 stiga múrinn í dag en vísitalan hefur ekki verið jafn há síðan í maí síðastliðnum. Helsta ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar er bjartsýni fjárfesta þar í landi um góðan hagvöxt á árinu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur í helstu hagkerfum í heimi verði 5,1 prósent á árinu en líkur eru hins vegar á að hann verði 8,3 prósent á Indlandi.

Sensex-vísitalan fór í 12.612 stig 10 maí síðastliðinn en um sögulegt hámark var að ræða. Næstu daga hrundi gengi hennar og fór hún niður fyrir 9.000 stig mánuði síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×