Körfubolti

Skallagrímur yfir í hálfleik

Skallagrímur hefur náð undirtökunum í undanúrslitaleik sínum við Keflavík í Powerade bikarnum í karlaflokki í kvöld. Borgnesingar hafa yfir 45-40 þegar flautað hefur verið til leikhlés í Laugardalshöllinni, en góður lokasprettur liðsins í öðrum leikhluta tryggði liðinu 5 stiga forystu í hálfleik. Síðar í kvöld mætast svo Íslandsmeistarar Njarðvíkur og KR.

Jovan Zdravevski er kominn með 13 stig í liði Skallagríms og Darrell Flake hefur skorað 10 stig og hirt 7 fráköst. Hjá Keflvíkingum er Jermain Williams kominn með 12 og 10 fráköst og Arnar Freyr Jónsson hefur skorað 8 stig og gefið 4 stoðsendingar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×