Viðskipti innlent

Spá 7,3 prósenta verðbólgu í nóvember

Glitnir.
Glitnir.

Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að útlit sé fyrir óbreytta vísitölu neysluverðs á milli október og nóvember. Eldsneytisverð hafi lækkað töluvert, gengi krónunnar hækkað og útlit fyrir að íbúðaverð standi í stað. Hærri vextir hafi þó áhrif til hækkunar vísitölunnar, að sögn deildarinnar.

Greiningardeildin segir heimsmarkaðsverð á eldsneyti hafa lækkað í kjölfar verðlækkunar á heimsmarkaði og gæti haldið áfram að lækka, ekki síst í ljósi þess að gengi krónunnar hefur hækkað talsvert að undanförnu.

Þá er útlit fyrir að íbúðaverð standi í stað á milli mánaða en hærri vextir hafa þó áhrif til hækkunar vísitölunnar, segir deildin sem spáir nær óbreyttu matvöruverði í nóvember.

Deildin spáir því að verðbólga mælist 7,3 prósent en það er 0,1 prósentustiga hækkun frá þessum mánuði. „Verðbólgan verður því enn fjarri 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Flest bendir þó til þess að verðbólgan hafi þegar náð hámarki og að úr henni dragi hratt á næstunni," segir deildin og spáir því að verðbólgan mælist 6,7 prósent á árinu öllu 1,8 prósent á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×