Óráðskennt hjal um Ríkisútvarp, ólæs þjóð, hernaðaræði 17. október 2006 11:50 Löng umræða um Ríkisútvarpið á Alþingi í gær var mestanpart á fantasíusviðinu. Þetta var eins og úr Lísu í Undralandi, mörk raunveruleikans hurfu barasta. Stjórnarandstaðan reyndi að halda því fram langt fram á nótt að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að selja Rúv - hlutafélagavæðingin væri bara fyrsta skrefið í því. En það ekki flugufótur fyrir þessu. Flokkurinn er hæstánægður með Ríkisútvarpið, hefur þar tögl og hagldir, lætur sér ekki til hugar koma að selja. Hann vill ekki einu sinni að ganga svo langt að taka batteríið af auglýsingamarkaði. Nýja frumvarpið gerir ráð fyrir nefskatti leggst á hvern Íslending. Nú þurfa semsagt allir að borga hvort sem þeir nota Ríkisútvarp eða ekki. Innheimtudeildin verður lögð niður - fólk þarf ekki lengur að fara þangað með farseðla eða búsetuvottorð í erlendum ríkjum til að sanna að það geti ekki notið þjónustunnar. Njósnarar innheimtudeildar fá kannski vinnu í hinni nýju öryggislögreglu - þetta eru þjálfuðustu spíónar landsins. Þetta er fyrirhafnarlítil tekjulind fyrir stofnun sem að að orði kveðnu verður "hf" - nei "ohf" heitir það, "opinbert hlutafélag" (sic!). Á sama tíma er vitaskuld fáránlegt að Rúv, njótandi þessarar yfirburðastöðu, sé að tuddast um á auglýsingamarkaði. Nóg er nú samt. Svo er líka spurning hvernig peningarnir eru notaðir. Dagskrá sjónvarpsins verður seint talin sérlega menningarleg. Á sama tíma og tilkynnt er að Rúv ætli að leggja aðeins meiri peninga í innlenda dagskrárgerð fréttist að stofnunin hafi notað hátt í 100 milljónir til að yfirbjóða einkastöðvarnar og tryggja ríkinu útsendingarrétt á fótboltamóti. --- --- --- Jæja, mýtan um bókmenntaþjóðina er endanlega að hrynja. Þetta hefur verið ein kjölfestan í þjóðarvitundinni. Nú er komið í ljós að íslensk ungmenni lesa miklu minna en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þarf svosem ekki að koma á óvart mitt í allri ameríkaníseríngunni og neyslubrjálæðinu hér. Á frönsku heitir ástandið sem ríkir hér nostalgie de la boue - þið getið flett því upp. --- --- --- Sérkennilegt er hvað hermennskuandi er að grípa um sig á Fróni. Sérsveitirnar fá að æfa með bandarískum dátum - eiga varla orð yfir hvað morðtólin þeirra eru æðisleg - markmið æfingarinnar er að ráða niðurlögum hryðjuverkamanna sem ætla að sprengja hús í Hvalfirði. Spurning hvort ekki hefði verið minni skaði að láta þá bara sprengja húsið í loft upp á svo afskekktum stað? En framtíðin er greinilega náið samstarf með bandarískum löggæsluliðum sem kunna aldeilis til verka - eins og við þekkjum til dæmis úr þáttum eins og 24. Sveitarstjórinn í Hvalfjarðarsveit kemur af fjöllum, hann var ekki látinn vita - kannski hefði það eyðilagt æfinguna. Annars hefðu þeir líka getað farið heim til félaganna úr Fylkingunni sem voru sagður hafa ætlað að sprengja í Hvalfirði á tíma kalda stríðsins. Það hefði verið ennþá raunverulega. --- --- --- Þetta er í sama anda og hugmyndir um að vopna lögregluna. Það mun hafa í för með sér að hver einasti smákrimmi fær sér byssu. Og svo hefst vígbúnaðarkapphlaup í íslenskum undirheimum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Löng umræða um Ríkisútvarpið á Alþingi í gær var mestanpart á fantasíusviðinu. Þetta var eins og úr Lísu í Undralandi, mörk raunveruleikans hurfu barasta. Stjórnarandstaðan reyndi að halda því fram langt fram á nótt að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að selja Rúv - hlutafélagavæðingin væri bara fyrsta skrefið í því. En það ekki flugufótur fyrir þessu. Flokkurinn er hæstánægður með Ríkisútvarpið, hefur þar tögl og hagldir, lætur sér ekki til hugar koma að selja. Hann vill ekki einu sinni að ganga svo langt að taka batteríið af auglýsingamarkaði. Nýja frumvarpið gerir ráð fyrir nefskatti leggst á hvern Íslending. Nú þurfa semsagt allir að borga hvort sem þeir nota Ríkisútvarp eða ekki. Innheimtudeildin verður lögð niður - fólk þarf ekki lengur að fara þangað með farseðla eða búsetuvottorð í erlendum ríkjum til að sanna að það geti ekki notið þjónustunnar. Njósnarar innheimtudeildar fá kannski vinnu í hinni nýju öryggislögreglu - þetta eru þjálfuðustu spíónar landsins. Þetta er fyrirhafnarlítil tekjulind fyrir stofnun sem að að orði kveðnu verður "hf" - nei "ohf" heitir það, "opinbert hlutafélag" (sic!). Á sama tíma er vitaskuld fáránlegt að Rúv, njótandi þessarar yfirburðastöðu, sé að tuddast um á auglýsingamarkaði. Nóg er nú samt. Svo er líka spurning hvernig peningarnir eru notaðir. Dagskrá sjónvarpsins verður seint talin sérlega menningarleg. Á sama tíma og tilkynnt er að Rúv ætli að leggja aðeins meiri peninga í innlenda dagskrárgerð fréttist að stofnunin hafi notað hátt í 100 milljónir til að yfirbjóða einkastöðvarnar og tryggja ríkinu útsendingarrétt á fótboltamóti. --- --- --- Jæja, mýtan um bókmenntaþjóðina er endanlega að hrynja. Þetta hefur verið ein kjölfestan í þjóðarvitundinni. Nú er komið í ljós að íslensk ungmenni lesa miklu minna en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þarf svosem ekki að koma á óvart mitt í allri ameríkaníseríngunni og neyslubrjálæðinu hér. Á frönsku heitir ástandið sem ríkir hér nostalgie de la boue - þið getið flett því upp. --- --- --- Sérkennilegt er hvað hermennskuandi er að grípa um sig á Fróni. Sérsveitirnar fá að æfa með bandarískum dátum - eiga varla orð yfir hvað morðtólin þeirra eru æðisleg - markmið æfingarinnar er að ráða niðurlögum hryðjuverkamanna sem ætla að sprengja hús í Hvalfirði. Spurning hvort ekki hefði verið minni skaði að láta þá bara sprengja húsið í loft upp á svo afskekktum stað? En framtíðin er greinilega náið samstarf með bandarískum löggæsluliðum sem kunna aldeilis til verka - eins og við þekkjum til dæmis úr þáttum eins og 24. Sveitarstjórinn í Hvalfjarðarsveit kemur af fjöllum, hann var ekki látinn vita - kannski hefði það eyðilagt æfinguna. Annars hefðu þeir líka getað farið heim til félaganna úr Fylkingunni sem voru sagður hafa ætlað að sprengja í Hvalfirði á tíma kalda stríðsins. Það hefði verið ennþá raunverulega. --- --- --- Þetta er í sama anda og hugmyndir um að vopna lögregluna. Það mun hafa í för með sér að hver einasti smákrimmi fær sér byssu. Og svo hefst vígbúnaðarkapphlaup í íslenskum undirheimum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun