Þvermóðska eða málefnaleg rök 24. október 2006 11:07 Fékk þetta bréf í morgun frá kunningja mínum í London - þar sem ég sit reyndar sjálfur og set þetta inn á vefinn í lélegu netsambandi á Starbucks-kaffihúsi. Veður gott, um 15 stiga hiti, gengur á með skúrum, sýnist vera að birta til. Fórum í gær í St. James Park þar sem íkornarnir hoppa og skoppa í kringum mann. Gengum að Buckingham höll. Kára fannst ekki nógu gott að þar byggi drottning en ekki kóngur. London er mikill hrærigrautur. Held bara að borgin hafi skánað við hinn mikla innflutning á vinnuafli frá Austur-Evrópu síðustu árin. Pólverjarnir sem eru hér út um allt eru miklu þjónustulundaðra og viðkunnanlegra fólk en Englendingar upp til hópa. Meira um þetta síðar. En semsagt, bréfið. Það er frá Guðjóni Erlendssyni arkitekt sem starfar í London og fjallar um hvalveiðar: --- --- --- Heill og sæll Egill, Hvað er eiginlega í gangi með Íslendinga og þessar hvalveiðar? Þetta er gersamlega óskiljanleg ákvörðun. Jú, vissulega eigum við að nýta auðlindir okkar, en ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem skilgreinir ríkisstyrktan iðnað sem hefur ekki markað fyrir vöru sína sem auðlind. Ég fór til Krakow í Pólandi um daginn og þeir eru með svipað dæmi á staðnum. Krakow er gömul háskólaborg, og fannst kommisörunum á tímum kommúnistana borgin vera alltof millistéttalegt samfélag. Þeir plöntuðu því stálverksmiðju í útjaðar borgarinnar til að gefa henni rétt verkamannaútlit. Stálverksmiðjan er enn starfandi í dag en hefur aldrei skilað hagnaði. Það er hvorki járn, né kol í eða nálægt Krakow. Þetta sögðu mér Pólverjarnir sem ég kynntist, og brosa út í annað út að vitleysu kommúnismans. Þar fyrir utan, með því að hunsa álit alþjóðasamfélagsins eigum við á hættu að fá litlu framfylgt á þeim vettvangi þegar á bjátar. Þarna erum við komin á sama stall og Íran, Norður-Kórea og George Bush. Alþjóðasamfélagið er seint að fyrirgefa þegar álit þess og reglur eru hundsaðar. Hvað græðum við á þessu? Það er lítill markaður innanlands fyrir þetta kjöt, og hefur ekki verið mikill erlendis, enda enn verið að geyma margra ára gamalt hvalkjöt í frystigámum. Þessir hvalir sem nú eru veiddir fara víst beint í dýrafóður, enda óætir. Ekki er þetta gert vegna sögulegs og menningalegs hvalaáts, enda myndu menn erlendis ekki mótmæla slíkum veiðum. Frumbyggjar í Bandaríkjunum t.d. veiða hvali undir þessum formerkjum, og eru fáir sem mótmæla. Úti um land hafa íbúar verið að byggja upp alvöru auðlind, hvalaskoðun. Sú atvinnugrein, sem getur starfað allt árið, skilar nú miklu og sjálfbæru fjármagni í ríkissjóð og um landsbyggðina. Hvalir eru kannski ekki gáfaðri skepnur en amerísk dádýr, en fáir myndu láta sér detta í hug að hvalir fari ekki í "felur" með áframhaldandi veiðum. Dádýr í Ameríku, sem eru algeng sjón á flestum tímum, láta sig hverfa um leið og veiðitímabil á þeim byrjar. Hvalveiðar munu því án efa eyðileggja hvalaskoðunina. Enginn fer að borga fyrir hvalaskoðun þegar enginn hvalur sést. Mér var bent á það af mjög vel gefnum manni hér í Bretlandi að ástæða þessara hvalveiða væri sú að Íslendingar væru þvermóðskufyllsta fólk í heiminum. Við hlustuðum aldrei á aðra, og breyttum einungis átiti okkar ef við héldum að það væri okkar hugmynd. Þeim mun meir sem fólk mótmælti skoðunum okkar, þeim mun ákveðnari værum við að halda í þær, sama hversu vitlausar sem þær eru. Þessi útlendingur sagði þetta reyndar með talsverðri virðingu, og fannst að aðrar vestrænar þjóðir ættu að taka upp smá þvermóðsku í sínum skoðunum. Þetta útskýrir kannski algengustu rökin sem ég hef heyrt að heiman: "Við erum sjálfstæð þjóð og tökum okkar ákvarðanir sjálf. Enginn útlendingur segir okkur fyrir verkum." Þegar ég fór að hugsa um þetta rann upp margt fyrir mér sem ég hef ekki skilið í íslensku samfélagi, t.d. stuðningur við stjórnmálaflokka. Málefnastuðningur, stjórnstýring, eða mannorð skipta engu máli í Íslenskum stjórnmálum. Reyndar virðist málefnaleg og rökræn stjórnmálabarátta vera litin hornauga. Stuðningur við stjónmálaflokka er eins og stuðningur við fótboltaklúbba; þú heldur með þínum flokki sama hvað á bjátar, sama hvað þeir gera, eða gera ekki. Það er þvermóðskan sem stýrir landinu! Löngu úreltir stjórnmálaflokkar halda því áfram göngu sinni knúðir af þvermóðsku stuðningsmanna sinna. Hvað heldur þú? Þvermóðska eða málefnanleg rök? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Fékk þetta bréf í morgun frá kunningja mínum í London - þar sem ég sit reyndar sjálfur og set þetta inn á vefinn í lélegu netsambandi á Starbucks-kaffihúsi. Veður gott, um 15 stiga hiti, gengur á með skúrum, sýnist vera að birta til. Fórum í gær í St. James Park þar sem íkornarnir hoppa og skoppa í kringum mann. Gengum að Buckingham höll. Kára fannst ekki nógu gott að þar byggi drottning en ekki kóngur. London er mikill hrærigrautur. Held bara að borgin hafi skánað við hinn mikla innflutning á vinnuafli frá Austur-Evrópu síðustu árin. Pólverjarnir sem eru hér út um allt eru miklu þjónustulundaðra og viðkunnanlegra fólk en Englendingar upp til hópa. Meira um þetta síðar. En semsagt, bréfið. Það er frá Guðjóni Erlendssyni arkitekt sem starfar í London og fjallar um hvalveiðar: --- --- --- Heill og sæll Egill, Hvað er eiginlega í gangi með Íslendinga og þessar hvalveiðar? Þetta er gersamlega óskiljanleg ákvörðun. Jú, vissulega eigum við að nýta auðlindir okkar, en ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem skilgreinir ríkisstyrktan iðnað sem hefur ekki markað fyrir vöru sína sem auðlind. Ég fór til Krakow í Pólandi um daginn og þeir eru með svipað dæmi á staðnum. Krakow er gömul háskólaborg, og fannst kommisörunum á tímum kommúnistana borgin vera alltof millistéttalegt samfélag. Þeir plöntuðu því stálverksmiðju í útjaðar borgarinnar til að gefa henni rétt verkamannaútlit. Stálverksmiðjan er enn starfandi í dag en hefur aldrei skilað hagnaði. Það er hvorki járn, né kol í eða nálægt Krakow. Þetta sögðu mér Pólverjarnir sem ég kynntist, og brosa út í annað út að vitleysu kommúnismans. Þar fyrir utan, með því að hunsa álit alþjóðasamfélagsins eigum við á hættu að fá litlu framfylgt á þeim vettvangi þegar á bjátar. Þarna erum við komin á sama stall og Íran, Norður-Kórea og George Bush. Alþjóðasamfélagið er seint að fyrirgefa þegar álit þess og reglur eru hundsaðar. Hvað græðum við á þessu? Það er lítill markaður innanlands fyrir þetta kjöt, og hefur ekki verið mikill erlendis, enda enn verið að geyma margra ára gamalt hvalkjöt í frystigámum. Þessir hvalir sem nú eru veiddir fara víst beint í dýrafóður, enda óætir. Ekki er þetta gert vegna sögulegs og menningalegs hvalaáts, enda myndu menn erlendis ekki mótmæla slíkum veiðum. Frumbyggjar í Bandaríkjunum t.d. veiða hvali undir þessum formerkjum, og eru fáir sem mótmæla. Úti um land hafa íbúar verið að byggja upp alvöru auðlind, hvalaskoðun. Sú atvinnugrein, sem getur starfað allt árið, skilar nú miklu og sjálfbæru fjármagni í ríkissjóð og um landsbyggðina. Hvalir eru kannski ekki gáfaðri skepnur en amerísk dádýr, en fáir myndu láta sér detta í hug að hvalir fari ekki í "felur" með áframhaldandi veiðum. Dádýr í Ameríku, sem eru algeng sjón á flestum tímum, láta sig hverfa um leið og veiðitímabil á þeim byrjar. Hvalveiðar munu því án efa eyðileggja hvalaskoðunina. Enginn fer að borga fyrir hvalaskoðun þegar enginn hvalur sést. Mér var bent á það af mjög vel gefnum manni hér í Bretlandi að ástæða þessara hvalveiða væri sú að Íslendingar væru þvermóðskufyllsta fólk í heiminum. Við hlustuðum aldrei á aðra, og breyttum einungis átiti okkar ef við héldum að það væri okkar hugmynd. Þeim mun meir sem fólk mótmælti skoðunum okkar, þeim mun ákveðnari værum við að halda í þær, sama hversu vitlausar sem þær eru. Þessi útlendingur sagði þetta reyndar með talsverðri virðingu, og fannst að aðrar vestrænar þjóðir ættu að taka upp smá þvermóðsku í sínum skoðunum. Þetta útskýrir kannski algengustu rökin sem ég hef heyrt að heiman: "Við erum sjálfstæð þjóð og tökum okkar ákvarðanir sjálf. Enginn útlendingur segir okkur fyrir verkum." Þegar ég fór að hugsa um þetta rann upp margt fyrir mér sem ég hef ekki skilið í íslensku samfélagi, t.d. stuðningur við stjórnmálaflokka. Málefnastuðningur, stjórnstýring, eða mannorð skipta engu máli í Íslenskum stjórnmálum. Reyndar virðist málefnaleg og rökræn stjórnmálabarátta vera litin hornauga. Stuðningur við stjónmálaflokka er eins og stuðningur við fótboltaklúbba; þú heldur með þínum flokki sama hvað á bjátar, sama hvað þeir gera, eða gera ekki. Það er þvermóðskan sem stýrir landinu! Löngu úreltir stjórnmálaflokkar halda því áfram göngu sinni knúðir af þvermóðsku stuðningsmanna sinna. Hvað heldur þú? Þvermóðska eða málefnanleg rök?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun