Viðskipti innlent

FME höfðar dómsmál vegna SPH

Sparisjóður Hafnarfjarðar.
Sparisjóður Hafnarfjarðar. Mynd/NFS
Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur ákveðið að höfða dómsmál til að ógilda úrskurði kærunefndar frá mánaðamótum júlí og ágúst á þessu ári þess efnis að eftirlitinu hafi verið óheimilt að takmarka atkvæðisrétt ákveðinna einstaklinga í Sparisjóði Hafnarfjarðar við 5 prósent. Forstjóri FME segir málið reyna á grundvallarþætti hlutverk og getu FME til að stuðla að traustri fjármálastarfsemi hér á landi.

Fjármálaeftirlitið er ósammála niðurstöðum kærunefndar og telur rökstuðningi áfátt. Á vef eftirlitsins segir að í málinu reyni á mikilvæg atriði fyrir íslenskan fjármálamarkað sem snúi að virkni lagaákvæða og getu eftirlitsins til þess að framfylgja lögum um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið segir sérstök ákvæði vera í lögum um virkan eignarhlut í sparisjóðum sem miða m.a. að því að tryggja dreifða eignaraðild. Þannig skuli enginn aðili fara með meira en 5 prósent atkvæðisréttar og einungis er hægt að mynda virkan eignarhlut í tveimur undantekningartilvikum er snúa að fjárhagslegri endurskipulagningu eða aukinni samvinnu sparisjóða.

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir það vera mat eftirlitsins að það sé mat þess að í málinu reyni á grundvallarþætti varðandi hlutverk og getu FME til að stuðla að traustri fjármálastarfsemi í landinu. Vegna þessa hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins ákveðið að höfða dómsmál til ógildingar á umræddum úrskurði kærunefndar," segir hann.

Vefur Fjármálaeftirlitsins

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×