Viðskipti erlent

Óbreyttir vextir á evrusvæðinu

Evrur.
Evrur.

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 3,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár greiningaraðila, sem engu að síður bíða þess sem bankinn gerir á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í desember.

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, mun kynna röðstuðning bankans síðar í dag og leggja greiningaraðilar þá við hlustir. Líklegt er hins vegar talið að bankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×