Hin ljóta gretta trúarbragðanna 2. nóvember 2006 20:18 Það vakti mikla athygli fyrr í haust þegar Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, hélt ræðu um búning múslimakvenna. Straw lagði sig fram um að tala varlega - en viðbrögðin voru samt mjög heiftarleg. Hann var ásakaður um islamófóbíu og rasisma. Samt sagði hann ekki annað en að hann vildi óska þess að múslimakonur sem hann hitti í kjördæmi sínu væru ekki með blæju - það væri þægilegra að tala við fólk ef maður gæti horft framan í það. Hann sagði líka að blæjan hjálpi ekki í samskiptum milli menningarhópa. Síðan þá hefur geisað heiftarleg umræða um íslamska kvenbúninginn í Bretlandi, rétt eins og hún hefur áður geisað í Frakklandi, Tyrklandi og víðar. --- --- --- Nú er það svo að hvergi mun vera gerð bein krafa um að konur hylji sig með þessum hætti í Kóraninum - þar er einungis talað um að konur skuli vera hæversklega klæddar. Svipuð fyrirmæli má reyndar finna í Biblíunni. Það eru líka til mismunandi tegundir búningsins, allt frá einföldum slæðum sem hylja hár yfir í hijab sem eru svartir kuflar sem hylja líkamann og andlitið, og burka sem er eins og hólkur sem er engin leið að sjá inn í. Það er kannski svolítið óþægilegt að sjá heilt ríki leggjast með þunga sínum á konur sem hafa ekki annað til saka unnið en að klæða sig öðruvísi en aðrir. Þetta hefur gerst í Tyrklandi þar sem blæjukonum hefur verið meinað að ganga í skóla í nafni hins veraldlega ríkis og í Frakklandi þar sem baráttan hefur verið háð í nafni þess að útrýma trúartáknum úr skólum. Auðvitað er þetta að sumu leyti mótsagnakennt. Hvað með hattana og skeggið sem sanntrúaðir gyðingar klæðast eða þá vefjarhetti síkha sem eru áberandi í Bretlandi. Mega ekki allir klæða sig eins og þeir vilja? Ha? Málið er kannski ekki alveg svo einfalt. --- --- --- Íslamski kvenbúningurinn er tákn um trú, en hann er líka pólitísk yfirlýsing, tákn um aðskilnað og undirgefni konunnar, andúð á hefðbundnum vestrænum gildum - hann er á hinu mjög svo háskalega svæði milli trúar og stjórnmála. Konur eru með þessum hætti látnar bera trú sína utan á sér, karlarnir gera það síður - þeir eru oftar en ekki í venjulegum vestrænum fötum. Það er karlaveldið í Íslam sem skipar fyrir. Konurnar fá að gjalda. Búningurinn hamlar því að þær njóti lífsins til fulls, þær eiga erfiðara með að fá vinnu, hafa ekki frelsi í ástum, mæta óþægilegu viðmóti samborgara sinna. Bresk blaðakona lagði það á sig nýlega að klæðast hijab heilan dag. Hún sagði frá því að þetta hefði verið meiri háttar óþægilegt, fólk hefði umgengist sig eins og furðuverk, fyrir utan hvað búningurinn var óþægilegur, heitur og loftlaus. Samt er oft haft eftir konum sem klæðast svona fatnaði að þær geri það af fúsum og frjálsum vilja. Á maður að trúa því? Sögðu þær kannski hið sama konurnar á 19. öld sem voru reyrðar í lífstykki og íklæddar svo miklum pilsum að þær gátu sig varla hreyft? Gekk ekki kvenfrelsisbarátta þeirra tíma meðal annars út á að konur gætu einfaldlega farið að klæðast þægilegum fötum? Í ljósi þessa er merkilegt að notkun íslamska kvenbúningsins færist í vöxt. Til skamms tíma héldu veraldlega sinnaðir menn að trúarbrögðin myndu missa áhrifavald sitt eftir því sem vísindin og skynsemin ynnu á. En að er öðru nær, styrjaldir nútímans snúast oftar en ekki um trú, einhverja þvælu sem stendur í fornum skruddum. --- --- --- Það er von þó spurt sé hvort frelsunin undan þessum aumkunarverða klæðnaði þurfi ef til vill að koma að utan, frá ríkisvaldinu. Hvort einfaldlega þurfi að banna hann? Það finnst okkur líklega óþægileg tilhugsun. En að vissu leyti höfum við á Vesturlöndum - og kannski ekki síst femínistar - brugðist múslimakonum með endalausri grautargerð í nafni fjölmenningarhyggju. Við rjúkum upp til handa og fóta ef við verðum vör við kúgun og afturhald hjá okkur sjálfum, en leggjum okkur í líma um að afsaka óskapnaðinn ef hann tilheyrir öðru menningarsamfélagi. Þetta virðist núorðið vera kjarni fjölmenningarhyggjunnar. Hinn pólitíski réttrúnaður hefur gengið svo langt að menn hafa ekki þorað að takast á við hið róttæka íslam, nei það hefur beinlínis dafnað í skjóli rétttrúnaðarins þangað til fanatíska múslima er farið að dreyma um að koma á sharia lögum mitt í á vestrænum samfélögum. --- --- --- Við eigum líka í stríði við hið ömurlega húmorsleysi trúarbragðanna. Það er skelfilegt húmorsleysi að hylja fallegar konur með ljótum búningum. Við sjáum líka húmorsleysið birtast í svipnum á karlpungum sem iðka ofsatrú og fyrirskipa svonalagað, mannfjandsamlegri grettu sem ygglir sig framan í heiminn, gleðina og lífið. Það er engin ástæða til að bera virðingu fyrir þessu. Sú krafa að ekki megi móðga trúarbrögð er út í hött. Við eigum að móðga þau sem mest og best - og hlæja að þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það vakti mikla athygli fyrr í haust þegar Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, hélt ræðu um búning múslimakvenna. Straw lagði sig fram um að tala varlega - en viðbrögðin voru samt mjög heiftarleg. Hann var ásakaður um islamófóbíu og rasisma. Samt sagði hann ekki annað en að hann vildi óska þess að múslimakonur sem hann hitti í kjördæmi sínu væru ekki með blæju - það væri þægilegra að tala við fólk ef maður gæti horft framan í það. Hann sagði líka að blæjan hjálpi ekki í samskiptum milli menningarhópa. Síðan þá hefur geisað heiftarleg umræða um íslamska kvenbúninginn í Bretlandi, rétt eins og hún hefur áður geisað í Frakklandi, Tyrklandi og víðar. --- --- --- Nú er það svo að hvergi mun vera gerð bein krafa um að konur hylji sig með þessum hætti í Kóraninum - þar er einungis talað um að konur skuli vera hæversklega klæddar. Svipuð fyrirmæli má reyndar finna í Biblíunni. Það eru líka til mismunandi tegundir búningsins, allt frá einföldum slæðum sem hylja hár yfir í hijab sem eru svartir kuflar sem hylja líkamann og andlitið, og burka sem er eins og hólkur sem er engin leið að sjá inn í. Það er kannski svolítið óþægilegt að sjá heilt ríki leggjast með þunga sínum á konur sem hafa ekki annað til saka unnið en að klæða sig öðruvísi en aðrir. Þetta hefur gerst í Tyrklandi þar sem blæjukonum hefur verið meinað að ganga í skóla í nafni hins veraldlega ríkis og í Frakklandi þar sem baráttan hefur verið háð í nafni þess að útrýma trúartáknum úr skólum. Auðvitað er þetta að sumu leyti mótsagnakennt. Hvað með hattana og skeggið sem sanntrúaðir gyðingar klæðast eða þá vefjarhetti síkha sem eru áberandi í Bretlandi. Mega ekki allir klæða sig eins og þeir vilja? Ha? Málið er kannski ekki alveg svo einfalt. --- --- --- Íslamski kvenbúningurinn er tákn um trú, en hann er líka pólitísk yfirlýsing, tákn um aðskilnað og undirgefni konunnar, andúð á hefðbundnum vestrænum gildum - hann er á hinu mjög svo háskalega svæði milli trúar og stjórnmála. Konur eru með þessum hætti látnar bera trú sína utan á sér, karlarnir gera það síður - þeir eru oftar en ekki í venjulegum vestrænum fötum. Það er karlaveldið í Íslam sem skipar fyrir. Konurnar fá að gjalda. Búningurinn hamlar því að þær njóti lífsins til fulls, þær eiga erfiðara með að fá vinnu, hafa ekki frelsi í ástum, mæta óþægilegu viðmóti samborgara sinna. Bresk blaðakona lagði það á sig nýlega að klæðast hijab heilan dag. Hún sagði frá því að þetta hefði verið meiri háttar óþægilegt, fólk hefði umgengist sig eins og furðuverk, fyrir utan hvað búningurinn var óþægilegur, heitur og loftlaus. Samt er oft haft eftir konum sem klæðast svona fatnaði að þær geri það af fúsum og frjálsum vilja. Á maður að trúa því? Sögðu þær kannski hið sama konurnar á 19. öld sem voru reyrðar í lífstykki og íklæddar svo miklum pilsum að þær gátu sig varla hreyft? Gekk ekki kvenfrelsisbarátta þeirra tíma meðal annars út á að konur gætu einfaldlega farið að klæðast þægilegum fötum? Í ljósi þessa er merkilegt að notkun íslamska kvenbúningsins færist í vöxt. Til skamms tíma héldu veraldlega sinnaðir menn að trúarbrögðin myndu missa áhrifavald sitt eftir því sem vísindin og skynsemin ynnu á. En að er öðru nær, styrjaldir nútímans snúast oftar en ekki um trú, einhverja þvælu sem stendur í fornum skruddum. --- --- --- Það er von þó spurt sé hvort frelsunin undan þessum aumkunarverða klæðnaði þurfi ef til vill að koma að utan, frá ríkisvaldinu. Hvort einfaldlega þurfi að banna hann? Það finnst okkur líklega óþægileg tilhugsun. En að vissu leyti höfum við á Vesturlöndum - og kannski ekki síst femínistar - brugðist múslimakonum með endalausri grautargerð í nafni fjölmenningarhyggju. Við rjúkum upp til handa og fóta ef við verðum vör við kúgun og afturhald hjá okkur sjálfum, en leggjum okkur í líma um að afsaka óskapnaðinn ef hann tilheyrir öðru menningarsamfélagi. Þetta virðist núorðið vera kjarni fjölmenningarhyggjunnar. Hinn pólitíski réttrúnaður hefur gengið svo langt að menn hafa ekki þorað að takast á við hið róttæka íslam, nei það hefur beinlínis dafnað í skjóli rétttrúnaðarins þangað til fanatíska múslima er farið að dreyma um að koma á sharia lögum mitt í á vestrænum samfélögum. --- --- --- Við eigum líka í stríði við hið ömurlega húmorsleysi trúarbragðanna. Það er skelfilegt húmorsleysi að hylja fallegar konur með ljótum búningum. Við sjáum líka húmorsleysið birtast í svipnum á karlpungum sem iðka ofsatrú og fyrirskipa svonalagað, mannfjandsamlegri grettu sem ygglir sig framan í heiminn, gleðina og lífið. Það er engin ástæða til að bera virðingu fyrir þessu. Sú krafa að ekki megi móðga trúarbrögð er út í hött. Við eigum að móðga þau sem mest og best - og hlæja að þeim.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun