Sport

Tilnefningar til knapa ársins 2006

Sigurður Sigurðarson var valinn knapi ársins 2005
Sigurður Sigurðarson var valinn knapi ársins 2005

Nú liggja tilnefningar til knapa ársins í hinum ýmsu flokkum fyrir. Að tilnefningunum stendur nefnd skipuð fjölmiðlafólki sem fjallar um hestamennsku, fulltrúum gæðinga- og íþróttadómara og hrossaræktarráðunauti BÍ.

Við valið er litið til árangurs knapa á árinu og einstakra afreka þeirra þar á meðal. Við val á efnilegasta knapanum er fyrst og fremst litið til knapa í ungmennaflokki, en þó er leyfilegt að tilnefna knapa úr unglingaflokki ef sérstök ástæða þykir til.

Knaparnir verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestamanna á Broadway, laugardaginn 11. nóv. nk. og þar mun einnig koma fram hver hampar titlinum í hverjum flokki fyrir sig.

Íþróttaknapi ársins:

Anna Valdimarsdóttir

Olil Amble

Sigurbjörn Bárðarson

Viðar Ingólfsson

Þórarinn Eymundsson

Gæðingaknapi ársins:

Daníel Jónsson

Ísleifur Jónasson

Snorri Dal Sveinsson

Steingrímur Sigurðsson

Þorvaldur Árni Þorvaldsson

Kynbótaknapi ársins:

Daníel Jónsson

Erlingur Erlingsson

Guðmundur Björgvinsson

Mette Mannseth

Sigurður V. Matthíasson

Þórður Þorgeirsson

Skeiðknapi ársins:

Bergþór Eggertsson

Daníel Ingi Smárason

Ragnar Tómasson

Sigurbjörn Bárðarson

Sigurður Óli Kristinsson

Sigurður Sigurðarson

Efnilegasti knapinn:

Freyja Amble Gísladóttir, Sleipni

Katla Gísladóttir, Geysi

Ragnar Tómasson, Fáki

Ragnhildur Haraldsdóttir, Létti

Rósa Birna Þorvaldsdóttir, Sörla

Knapi ársins 2006:

Daníel Jónsson

Mette Mannseth

Sigurbjörn Bárðarson

Steingrímur Sigurðsson

Þórarinn Eymundsson

Þórður Þorgeirsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×