Fjórir leikir voru háðir í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og þá var einn leikur í kvennaflokki. Segja má að úrslit kvöldsins hafi verið nokkuð eftir bókinni, en toppliðin unnu sigur í sínum leikjum.
KR lagði Þór 93-81. Jeremiah Sola skoraði 36 stig og hirti 7 fráköst fyrir KR og Tyson Patterson náði þrennu með 21 stigi, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum. Hjá Þór var Damon Bailey með 29 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Bol Johnston skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar.
Skallagrímur lagði Tindastól í Borgarnesi 93-86 og Fjölnir lagði Hauka 103-94 í Grafarvogi.
Einn leikur fór fram í kvennaflokki þar sem Keflvíkingar lögðu Hamar 96-59.