Við létum ljúga að okkur 14. nóvember 2006 20:56 Nú þegar Bandaríkjamenn og Bretar fara að leita leiða til að komast út úr hryllingnum í Írak er allt í lagi að velta fyrir sér leiðinni ofan í þetta fen. Það er ekki hægt að segja eins og ýmsir frambjóðendur í prófkjörum undanfarið að stuðningur við innrásina hafi verð réttur miðað við aðstæður á þeim tíma. Með svona rökvísi er hægt að afsaka ólíklegustu hluti. Stuðningurinn var rangur þá - og ekki lítur hann betur út núna. Efasemdirnar voru alltaf fyrir hendi. Um borgir heimsins fóru fjölmennustu mótmælagöngur sem hafa sést. Það má líka rifja upp hvernig látið var gegn Frökkum, Þjóðverjum og öðrum sem vöruðu við innrásinni. Frakkar voru kallaðir gungur sem kynnu ekki þakklæti fyrir að hafa verið bjargað í tveimur heimstyrjöldum. Vestra var mögnuð upp skipulögð hatursherferð gegn Frakklandi sem náði líka til Íslands. Schröder, kanslara Þýskalands, var borið á brýn að hann væri lýðskrumari vegna þess að hann setti sig upp á móti innrásinni. Bush vildi ekkert við hann tala. Þegar Spánverjar drógu herlið sitt frá Írak voru þeir sakaðir um griðkaup. Donald Rumsfeld talaði háðulega um gömlu Evrópu sem engin ástæða væri til að taka mark á. Allur þessi málflutningur endurómaði líka hér uppi á Íslandi. Stjórnvöld önuðu beint í gildruna. Vissu þau hvað þau voru að gera? Var einhver íhugun eða sjálfstæð greining bak við ákvörðunina um að styðja stríðið? Nei - það var frekar eins og þau vildu trúa öllum lygaþvættingnum um gereyðingarvopn Saddams, tengsl hans við hryðjuverkamenn og að Írak væri ógn við heimsfriðinn. Það var bara sagt - já, takk, þetta er nóg fyrir okkur. --- --- --- Nú sjáum við hvernig er komið fyrir stríðsleiðtogunum Blair og Bush. Enginn í Bretlandi treystir lengur orði sem Blair segir - þessi stjórnmálamaður sem eitt sinn virtist svo snjall er orðinn hálfgert viðrini í augum kjósenda. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum nýtur Bush stuðnings 30 prósenta bandarísku þjóðarinnar. Það er talað um að stjórn hans sé sú versta sem hefur setið í Washington í marga áratugi. Economist dregur upp ágæta mynd af þessu á forsíðu, þar stendur - The incredible shrinking presidency. Hin sorglega staðreynd er að ástandið í Írak og Miðausturlöndum var miklu betra á tíma Saddams Hussein. Það er ekki heldur réttlæting fyrir innrásinni að siðferðilega hafi verið rétt að steypa Saddam. Það sem kom í staðinn var siðferðilega óverjandi, algjör upplausn, klúður, spilling, stjórnleysi, mannfall og ómældar þjáningar óbreyttra borgara. Saddam mátti líka eiga það að hann hélt Íran í skefjum og svör hans við íslömskum hryðjuverkamönnum voru yfirleitt að láta taka þá úr umferð. --- --- --- Það er óskiljanlegt að ráðherrar uppi á Íslandi þráist enn við að segja að þetta hafi verið rétt. Og dapurt að heyra óbreytta stjórnarliða éta upp þessa tuggu. Það væri miklu stórmannlegra að viðurkenna einfaldlega mistökin, segja eins og er - við létum ljúga að okkur, kannski aðallega af því við vildum trúa... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Nú þegar Bandaríkjamenn og Bretar fara að leita leiða til að komast út úr hryllingnum í Írak er allt í lagi að velta fyrir sér leiðinni ofan í þetta fen. Það er ekki hægt að segja eins og ýmsir frambjóðendur í prófkjörum undanfarið að stuðningur við innrásina hafi verð réttur miðað við aðstæður á þeim tíma. Með svona rökvísi er hægt að afsaka ólíklegustu hluti. Stuðningurinn var rangur þá - og ekki lítur hann betur út núna. Efasemdirnar voru alltaf fyrir hendi. Um borgir heimsins fóru fjölmennustu mótmælagöngur sem hafa sést. Það má líka rifja upp hvernig látið var gegn Frökkum, Þjóðverjum og öðrum sem vöruðu við innrásinni. Frakkar voru kallaðir gungur sem kynnu ekki þakklæti fyrir að hafa verið bjargað í tveimur heimstyrjöldum. Vestra var mögnuð upp skipulögð hatursherferð gegn Frakklandi sem náði líka til Íslands. Schröder, kanslara Þýskalands, var borið á brýn að hann væri lýðskrumari vegna þess að hann setti sig upp á móti innrásinni. Bush vildi ekkert við hann tala. Þegar Spánverjar drógu herlið sitt frá Írak voru þeir sakaðir um griðkaup. Donald Rumsfeld talaði háðulega um gömlu Evrópu sem engin ástæða væri til að taka mark á. Allur þessi málflutningur endurómaði líka hér uppi á Íslandi. Stjórnvöld önuðu beint í gildruna. Vissu þau hvað þau voru að gera? Var einhver íhugun eða sjálfstæð greining bak við ákvörðunina um að styðja stríðið? Nei - það var frekar eins og þau vildu trúa öllum lygaþvættingnum um gereyðingarvopn Saddams, tengsl hans við hryðjuverkamenn og að Írak væri ógn við heimsfriðinn. Það var bara sagt - já, takk, þetta er nóg fyrir okkur. --- --- --- Nú sjáum við hvernig er komið fyrir stríðsleiðtogunum Blair og Bush. Enginn í Bretlandi treystir lengur orði sem Blair segir - þessi stjórnmálamaður sem eitt sinn virtist svo snjall er orðinn hálfgert viðrini í augum kjósenda. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum nýtur Bush stuðnings 30 prósenta bandarísku þjóðarinnar. Það er talað um að stjórn hans sé sú versta sem hefur setið í Washington í marga áratugi. Economist dregur upp ágæta mynd af þessu á forsíðu, þar stendur - The incredible shrinking presidency. Hin sorglega staðreynd er að ástandið í Írak og Miðausturlöndum var miklu betra á tíma Saddams Hussein. Það er ekki heldur réttlæting fyrir innrásinni að siðferðilega hafi verið rétt að steypa Saddam. Það sem kom í staðinn var siðferðilega óverjandi, algjör upplausn, klúður, spilling, stjórnleysi, mannfall og ómældar þjáningar óbreyttra borgara. Saddam mátti líka eiga það að hann hélt Íran í skefjum og svör hans við íslömskum hryðjuverkamönnum voru yfirleitt að láta taka þá úr umferð. --- --- --- Það er óskiljanlegt að ráðherrar uppi á Íslandi þráist enn við að segja að þetta hafi verið rétt. Og dapurt að heyra óbreytta stjórnarliða éta upp þessa tuggu. Það væri miklu stórmannlegra að viðurkenna einfaldlega mistökin, segja eins og er - við létum ljúga að okkur, kannski aðallega af því við vildum trúa...
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun