Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja 19. nóvember 2006 10:00 Félag í eigu fjölmiðlakóngsins Rupert Murdochs hefur keypt stóran hlut í bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. Breska ríkisútvarpið hefur eftir stjórnendum félagsins að BSkyB hafi ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í sjónvarpsstöðina heldur sé um langtímafjárfestingu að ræða. Eigandi BSkyB er fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch en sonur hans James Murdoch, er forstjóri BSkyB. ITV er rekið að flestu leyti með sölu auglýsinga. Samdráttur í sölu þeirra hefur hins vegar haft talsverð áhrif á hagnað sjónvarpsstöðvarinnar og sagði Charles Allen, forstjóri fyrirtækisins, upp störfum í ágúst m.a. vegna þessa. Enginn fastur forstjóri er starfandi hjá fyrirtækinu en fjármálastjóri hefur gegnt starfi forstjóra tímabundið á meðan annars er leitað. Þá segir BBC stjórnendur breska fjarskiptafyrirtækisins NTL hafa rætt við stjórnendur ITV um hugsanlegan samruna í síðustu viku. Viðræðurnar munu að sögn BBC hafa farið í gang í kjölfar þess að þýska sjónvarpsstöðin RTL var sögð íhuga að gera 5 milljarða punda eða ríflega 660 milljarða króna yfirtökutilboð í ITV. Þá hefur BBC eftir ritstjóra viðskiptafrétta hjá ríkisútvarpinu að BSkyB sé samkvæmt breskum fjarskiptalögum ekki heimilt að kaupa meira en 20 prósenta hlut í ITV og séu kaupin því klárlega til þess fallin að koma í veg fyrir yfirtöku NTL á félaginu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. Breska ríkisútvarpið hefur eftir stjórnendum félagsins að BSkyB hafi ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í sjónvarpsstöðina heldur sé um langtímafjárfestingu að ræða. Eigandi BSkyB er fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch en sonur hans James Murdoch, er forstjóri BSkyB. ITV er rekið að flestu leyti með sölu auglýsinga. Samdráttur í sölu þeirra hefur hins vegar haft talsverð áhrif á hagnað sjónvarpsstöðvarinnar og sagði Charles Allen, forstjóri fyrirtækisins, upp störfum í ágúst m.a. vegna þessa. Enginn fastur forstjóri er starfandi hjá fyrirtækinu en fjármálastjóri hefur gegnt starfi forstjóra tímabundið á meðan annars er leitað. Þá segir BBC stjórnendur breska fjarskiptafyrirtækisins NTL hafa rætt við stjórnendur ITV um hugsanlegan samruna í síðustu viku. Viðræðurnar munu að sögn BBC hafa farið í gang í kjölfar þess að þýska sjónvarpsstöðin RTL var sögð íhuga að gera 5 milljarða punda eða ríflega 660 milljarða króna yfirtökutilboð í ITV. Þá hefur BBC eftir ritstjóra viðskiptafrétta hjá ríkisútvarpinu að BSkyB sé samkvæmt breskum fjarskiptalögum ekki heimilt að kaupa meira en 20 prósenta hlut í ITV og séu kaupin því klárlega til þess fallin að koma í veg fyrir yfirtöku NTL á félaginu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira