Sport

Fjögur Íslandsmet sett í dag

Ragnheiður Ragnarsdóttir synti frábærlega í dag.
Ragnheiður Ragnarsdóttir synti frábærlega í dag.

Fjögur Íslandsmet voru sett á Íslandsmótinu í sundi í dag sem fram fer í Laugardalnum. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR synti frábærlega í 50 metra skriðsundi og kom í mark á tíma sem hefði fleygt henni í úrslitin á síðasta Evrópumóti.

Ragnheiður kom í mark á 25,55 sekúndum sem er hreint út sagt frábær tími. Tíminn var að sjálfsögðu nýtt Íslandsmet en Ragnheiður lét sér nægja að setja þetta eina met um helgina.

Örn Arnarson úr SH bætti eigið met í 100 metra flugsundi um tæpa sekúndu og kom í mark á 52,67 sekúndum. Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB setti met í 200 metra fjórsundi en tími hennar var 2:16,94 mínútur. Þá setti Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir úr Ægi Íslandsmet í 100 metra flugsundi með því að koma í mark á 1:01,24 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×