Viðskipti erlent

Afkoma Dell yfir væntingum

Michael Dell, stofnandi Dell.
Michael Dell, stofnandi Dell. Mynd/AP

Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell skilaði 677 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 606 milljónir dala eða 42,8 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 47,8 milljarða íslenskra króna og er meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með.

Þá námu tekjur tölvuframleiðandans 14,4 milljörðum dala eða 1.018 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu.

Erlendir fjölmiðlar segja að rannsókn á bókhaldi tölvuframleiðandans virðist ekki hafa komið niður á afkomu félagsins, en ljóst þyki að það hafi nælt sér í fleiri viðskiptavini á kostnað samkeppnisaðilanna hjá Hewlett-Packard, sem einnig á við vanda að stríða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×