Viðskipti erlent

Alcatel höfðar mál gegn Microsoft

Alcatel.
Alcatel. Mynd/AFP

Franski símtækjaframleiðandinn Alcatel hefur höfðað mál gegn bandaríska hugbúnaðarrisanum Microsoft fyrir sjö brot á rétthafalögum. Ekki liggur fyrir hvaða brot nákvæmlega Alcatel telur að Microsoft hafi framið að öðru leyti en því að þau tengjast stafrænum myndaskrám og netsamskiptakerfum.

Að sögn breska ríkisútvarpsins horfir Alcatel til þess fremur að leysa ágreiningin með beinum hætti á milli fyrirtækjanna fremur en í dómssalnum.

Microsoft segir málið eiga sér langan aðdraganda og tengjast fyrirtækinu Lucent Technologies, sem Alctatel er sagt taka yfir á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×