Cherchez la femme 23. nóvember 2006 22:31 Stuðningsmenn Bergþórs Ólafssonar munu vera æfir eftir að þeirra maður fékk ekki fjórða sætið - arftakasætið - á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Einhverjir þeirra hafa meira að segja gengið úr flokknum. Bergþór var um árabil aðstoðarmaður Sturlu Bö og treysti á að hann myndi styðja sig. Bergþór mun líta á það sem svik við sig - og brást við með því að hætta í ráðuneytinu þar sem hann hefur starfað síðan 2003. Annars er sagt að fingraför Ingu Jónu Þórðardóttur séu út um allt í þessari uppstillingu. Þegar ljóst var að sonur hennar Borgar fengi ekki fjórða sætið setti hún allt í gang til að koma í veg fyrir að Bergþór hreppti það. Það er nokkuð sérkennileg flétta að á endanum skyldi það vera Herdís, systir Ingu Jónu, sem fékk sætið. Var ekki hægt að tefla fram Gauja Þórðar? Hann hefur orð á sér fyrir að vera winner. Inga Jóna er fyrsta almennilega first lady sem við höfum haft hér í langan tíma. Hingað til hafa konur forsætisráðherra verið penar og puntulegar og látið lítið fyrir sér fara, en Inga Jóna er alvöru fighter með pólitískan metnað fyrir hönd fjölskyldu sinnar. --- --- --- Ráðherrar eru eins og útspýtt hundskinn að snapa sér atkvæði fyrir kosningar. Þetta fer að verða dýrt. Þeir eru bókstaflega að tryllast af örlæti. Um daginn var það Siv og elliheimilin, svo Þorgerður Katrín og kvikmyndagerðin, í gær Sturla og vegagerðin og í dag voru það hvorki meira né minna en þrír ráðherrar og tónlistin. Þá héldu utanríkisráðherrann, iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra blaðamannafund og tilkynntu um stofnun útflutningsmiðstöðvar íslenskrar tónlistar. Allir lofa og lofa. Ég sem hélt að poppmúsíkin hefði bara spjarað sig ansi vel án ríkisins. En það verður kannski gaman að sjá gamla sendiherra á borð við Eið Guðnason plögga Mínus á erlendri grund? --- --- --- Pétur Gunnarsson fjallar um að forsætisráðherra Íslands hafi haft milligöngu um kaupin á West Ham. Kemur svolítið á óvart. Svo er Geir fenginn til að dingla bjöllu með Björgólfi Thor á Wall Street eins og hér má lesa. Skrítið? --- --- --- Stefán Snævarr er með fyndnustu mönnum. Og bregst ekki aðdáendum sínum í pistli á bloggsíðu sinni sem nefnist Árni eyjakóngur: "Ég fór til Vestamannaeyja í fyrsta og eina skipti ævi minnar fyrir rúmum sjö árum. Svo atvikaðist að ég lenti á balli og sá Árna Johnsen dansa með miklum tilburðum. Daginn eftir leit ég Árna standa á götuhorni kjaftandi við Eyjapeyja. Og hver varð samferða mér í flugvélinni annar en téður Árni? Vélin hafði rétt hafið sig til flugs er hún tók dýfu mikla og varð mér ekki um sel, hélt að mín síðasta stund væri upprunnin. En í ljós kom að títtnefndur hr. Johnsen hafði beðið flugstjórann um að lækka flugið svo hann gæti skoðað lunda eða eitthvað þess lags. Þegar flugvélin lenti opnaðist flugklefinn og út gekk - hver annar en Árni Johnsen? Ég spurði að bragði "flaugstu henni líka?". Hann hváði, ég eyddi talinu. Skilja menn nú hvers vegna prófkjörið fór eins og það fór?" --- --- --- Í dag hélt félag viðskipta- og hagfræðinga ráðstefnu þar sem var fjallað um neikvæða afstöðu Dana til íslenskra bisnessmanna. Mér sýnist á fyrirlesurunum og nöfnum erindanna að allir hafi sagt það sama - að Danir skilji okkur ekki og séu vondir og öfundsjúkir. Svona samkoma ætti eiginlega ekki að kallast ráðstefna heldur er "hópefli" betra orð. --- --- --- Hví er krónan aftur að hrynja þegar vextirnir eru svona háir? Hvenær er komið nóg af þessu? Manni fer að verða bumbult. Evru, takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Stuðningsmenn Bergþórs Ólafssonar munu vera æfir eftir að þeirra maður fékk ekki fjórða sætið - arftakasætið - á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Einhverjir þeirra hafa meira að segja gengið úr flokknum. Bergþór var um árabil aðstoðarmaður Sturlu Bö og treysti á að hann myndi styðja sig. Bergþór mun líta á það sem svik við sig - og brást við með því að hætta í ráðuneytinu þar sem hann hefur starfað síðan 2003. Annars er sagt að fingraför Ingu Jónu Þórðardóttur séu út um allt í þessari uppstillingu. Þegar ljóst var að sonur hennar Borgar fengi ekki fjórða sætið setti hún allt í gang til að koma í veg fyrir að Bergþór hreppti það. Það er nokkuð sérkennileg flétta að á endanum skyldi það vera Herdís, systir Ingu Jónu, sem fékk sætið. Var ekki hægt að tefla fram Gauja Þórðar? Hann hefur orð á sér fyrir að vera winner. Inga Jóna er fyrsta almennilega first lady sem við höfum haft hér í langan tíma. Hingað til hafa konur forsætisráðherra verið penar og puntulegar og látið lítið fyrir sér fara, en Inga Jóna er alvöru fighter með pólitískan metnað fyrir hönd fjölskyldu sinnar. --- --- --- Ráðherrar eru eins og útspýtt hundskinn að snapa sér atkvæði fyrir kosningar. Þetta fer að verða dýrt. Þeir eru bókstaflega að tryllast af örlæti. Um daginn var það Siv og elliheimilin, svo Þorgerður Katrín og kvikmyndagerðin, í gær Sturla og vegagerðin og í dag voru það hvorki meira né minna en þrír ráðherrar og tónlistin. Þá héldu utanríkisráðherrann, iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra blaðamannafund og tilkynntu um stofnun útflutningsmiðstöðvar íslenskrar tónlistar. Allir lofa og lofa. Ég sem hélt að poppmúsíkin hefði bara spjarað sig ansi vel án ríkisins. En það verður kannski gaman að sjá gamla sendiherra á borð við Eið Guðnason plögga Mínus á erlendri grund? --- --- --- Pétur Gunnarsson fjallar um að forsætisráðherra Íslands hafi haft milligöngu um kaupin á West Ham. Kemur svolítið á óvart. Svo er Geir fenginn til að dingla bjöllu með Björgólfi Thor á Wall Street eins og hér má lesa. Skrítið? --- --- --- Stefán Snævarr er með fyndnustu mönnum. Og bregst ekki aðdáendum sínum í pistli á bloggsíðu sinni sem nefnist Árni eyjakóngur: "Ég fór til Vestamannaeyja í fyrsta og eina skipti ævi minnar fyrir rúmum sjö árum. Svo atvikaðist að ég lenti á balli og sá Árna Johnsen dansa með miklum tilburðum. Daginn eftir leit ég Árna standa á götuhorni kjaftandi við Eyjapeyja. Og hver varð samferða mér í flugvélinni annar en téður Árni? Vélin hafði rétt hafið sig til flugs er hún tók dýfu mikla og varð mér ekki um sel, hélt að mín síðasta stund væri upprunnin. En í ljós kom að títtnefndur hr. Johnsen hafði beðið flugstjórann um að lækka flugið svo hann gæti skoðað lunda eða eitthvað þess lags. Þegar flugvélin lenti opnaðist flugklefinn og út gekk - hver annar en Árni Johnsen? Ég spurði að bragði "flaugstu henni líka?". Hann hváði, ég eyddi talinu. Skilja menn nú hvers vegna prófkjörið fór eins og það fór?" --- --- --- Í dag hélt félag viðskipta- og hagfræðinga ráðstefnu þar sem var fjallað um neikvæða afstöðu Dana til íslenskra bisnessmanna. Mér sýnist á fyrirlesurunum og nöfnum erindanna að allir hafi sagt það sama - að Danir skilji okkur ekki og séu vondir og öfundsjúkir. Svona samkoma ætti eiginlega ekki að kallast ráðstefna heldur er "hópefli" betra orð. --- --- --- Hví er krónan aftur að hrynja þegar vextirnir eru svona háir? Hvenær er komið nóg af þessu? Manni fer að verða bumbult. Evru, takk.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun