Sport

Var nauðsynlegt að drepa þau?

Í vikunni var Óli Pétur Gunnarsson dæmdur í fjársekt fyrir illa meðferð á ellefu hrossum í hans umsjá sem voru á jörðinni Litlu-Sandvík. Samkvæmt ákvörðun héraðsdýralæknis voru fjögur hross aflífuð strax og sjö í viðbót biðu aftöku en Óli faldi hrossin til að þyrma lífi þeirra og neitaðu að gefa upp hvar þau voru að finna. Fréttamaður Hestafrétta komst yfir myndir af hrossunum sem Óli faldi fyrir aftökusveitinni og nú dæmir hver um sig hvort ástæða hefði verið til að fella hrossin.

Meðfylgjandi myndir voru teknar 25.10.2006 þegar sýslumaður og hans aðstoðarsveinar eru að skoða hrossin á sínum tíma og sjást þeir á myndunum svo hér er um ósviknar myndir að ræða. Spurningin er, var það dýraverndunarsjónarmið héraðsdýralæknis að fella þessi hross sem eru á myndunum eða var það Óli Pétur sem var bjargvættur hrossanna? MYNDIR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×