Handbolti

Kvennaliðin í sókn

Kvennaliðin á Íslandi eru í sókn samkvæmt styrkleikalista EHF
Kvennaliðin á Íslandi eru í sókn samkvæmt styrkleikalista EHF mynd/anton brink

Íslensk félagslið í kvennaflokki eru í ágætri sókn samkvæmt nýjum styrkleikalista sem Handknattleikssamband Evrópu gaf út í dag. Kvennaliðin á Íslandi eru þar í 19. sæti á styrkleikalistum og vinna sig upp um sjö sæti frá því listinn var síðast birtur, en karlaliðin falla um eitt sæti og eru í 22. sæti.

Þessi bæting kvennaliðanna þýðir að Íslandsmeisturum næsta árs verður úthutað sæti í Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð, en auk þess fær Ísland eitt lið í Evrópukeppni félagsliða og eitt í Evrópukeppni bikarhafa.

Í karlaflokki munu þrjú lið fara til keppni í Evrópu. Eitt fer í undankeppni Meistaradeildar, eitt í Evrópukeppni félagsliða og annað í Evrópukeppni bikarhafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×