Frumsýning á Ráðskonu Bakkabræðra 30. nóvember 2006 11:26 Laugardaginn 2. desember frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Ráðskona Bakkabræðra eftir norska leikskáldið Oskar Braaten. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson og taka 12 manns þátt í sýningunni. Leikfélag Hafnarfjarðar heldur nú í ár upp á 70 ára afmæli sitt og í tilefni af því var sýnt nýtt íslenskt verk, Hin endanlega hamingja eftir Lárus Húnfjörð í byrjun ársins og strax í kjölfarið ný leikgerð barnasögunnar Hodja frá Pjort eftir Ole Lund Kirkegaard. Nú í haust var hinsvegar ákveðið að setja upp vinsælasta verk félagsins frá stofnun þess. Ráðsskona Bakkabræðra var fyrst sett upp af félaginu í lok heimstyrjaldarinnar seinni og var það sýnt í Gúttó við fádæma vinsældir. Nokkrum árum seinna var það sett upp aftur og þá var ákveðið að sýna það í Bæjarbíó sem tók mun fleiri áhorfendur en Gúttó. Enn létu vinsældirnar ekki á sér standa og ásóknin var svo mikil í miða að fólk gerði sér far úr Reykjavík til að standa í biðröð í tvo, þrjá tíma. Einn sýningargestur sem fór á verkið fimm sinnum hafði á orði að leikritið væri svo fyndið að hláturtaugarnar í honum væru lamaðar eftir sýningu. Ráðsskona Bakkabræðra fjallar á gamansaman hátt um samskipti þeirra Gísla, Eiríks og Helga við ráðskonuna Gróu sem vill gera endaskipti á subbuskap og slæmum siðum bræðranna. Einnig koma við sögu hin tilfinninganæmi Axel og náttúrubarnið Hildur sem óhjákvæmilega dragast saman. Og eins og í öllum góðum gamanleikjum eru illmennin ekki langt undan og þau gera sínar skráveifur á gamansaman hátt. Ráðskona Bakkabræðra er verk í anda hinna bráðsmellnu dönsku gamanleikja sem skemmtu landsmönnum svo vel á fyrri hluta 20. aldar og má segja að þótt að verkið hafi ekki verið sýnt í hálfa öld hafi sterkasta minni verksins vakað áfram í Soffíu og ræningjunum í Kardemommubænum sem flestir þekkja. Næstu sýningar á Ráðskonu Bakkabræðra verða 3., 8. og 10. desember og er sýningin þann áttunda ókeypis fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði. Sýningar byrja kl. 20:00 og síðasta sýning fyrir jól er þann 17. desember. Hægt er að panta miða í síma 551-1850 eða 848-0475 og á netfanginu leikfelagid@simnet.is Leikfélag Hafnarfjarðar er til húsa í Gamla Lækjarskóla sem stendur við Tjarnarbraut í Hafnarfirði og eru sýningarnar þar. Lífið Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Laugardaginn 2. desember frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Ráðskona Bakkabræðra eftir norska leikskáldið Oskar Braaten. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson og taka 12 manns þátt í sýningunni. Leikfélag Hafnarfjarðar heldur nú í ár upp á 70 ára afmæli sitt og í tilefni af því var sýnt nýtt íslenskt verk, Hin endanlega hamingja eftir Lárus Húnfjörð í byrjun ársins og strax í kjölfarið ný leikgerð barnasögunnar Hodja frá Pjort eftir Ole Lund Kirkegaard. Nú í haust var hinsvegar ákveðið að setja upp vinsælasta verk félagsins frá stofnun þess. Ráðsskona Bakkabræðra var fyrst sett upp af félaginu í lok heimstyrjaldarinnar seinni og var það sýnt í Gúttó við fádæma vinsældir. Nokkrum árum seinna var það sett upp aftur og þá var ákveðið að sýna það í Bæjarbíó sem tók mun fleiri áhorfendur en Gúttó. Enn létu vinsældirnar ekki á sér standa og ásóknin var svo mikil í miða að fólk gerði sér far úr Reykjavík til að standa í biðröð í tvo, þrjá tíma. Einn sýningargestur sem fór á verkið fimm sinnum hafði á orði að leikritið væri svo fyndið að hláturtaugarnar í honum væru lamaðar eftir sýningu. Ráðsskona Bakkabræðra fjallar á gamansaman hátt um samskipti þeirra Gísla, Eiríks og Helga við ráðskonuna Gróu sem vill gera endaskipti á subbuskap og slæmum siðum bræðranna. Einnig koma við sögu hin tilfinninganæmi Axel og náttúrubarnið Hildur sem óhjákvæmilega dragast saman. Og eins og í öllum góðum gamanleikjum eru illmennin ekki langt undan og þau gera sínar skráveifur á gamansaman hátt. Ráðskona Bakkabræðra er verk í anda hinna bráðsmellnu dönsku gamanleikja sem skemmtu landsmönnum svo vel á fyrri hluta 20. aldar og má segja að þótt að verkið hafi ekki verið sýnt í hálfa öld hafi sterkasta minni verksins vakað áfram í Soffíu og ræningjunum í Kardemommubænum sem flestir þekkja. Næstu sýningar á Ráðskonu Bakkabræðra verða 3., 8. og 10. desember og er sýningin þann áttunda ókeypis fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði. Sýningar byrja kl. 20:00 og síðasta sýning fyrir jól er þann 17. desember. Hægt er að panta miða í síma 551-1850 eða 848-0475 og á netfanginu leikfelagid@simnet.is Leikfélag Hafnarfjarðar er til húsa í Gamla Lækjarskóla sem stendur við Tjarnarbraut í Hafnarfirði og eru sýningarnar þar.
Lífið Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira