Handbolti

Spánarslagur í 8-liða úrslitunum

NordicPhotos/GettyImages

Í morgun var dregið í 8-liða úrslit í Evrópukeppnunum í handbolta, en þar eru nokkrir íslenskir leikmenn í eldlínunni. Núverandi Evrópumeistararnir í Ciudad Real, liði Ólafs Stefánssonar, mæta löndum sínum í Portland San Antonio í þessari umferð.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach mæta spænska liðinu Valladolid og leika fyrri leikinn á útivelli og þá fá Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg erfiða viðureign gegn Barcelona. Það fór líka svo að Arnór Atlason og félagar hans í danska liðinu FC Köbenhavn mæta gömlu félögum hans í Magdeburg frá Þýskalandi.

Meistaradeildin:

Valladolid - Gummersbach

Veszprém - Kiel

Ciudad Real - Portland San Antonio

Flensburg - Barcelona

Evrópukeppni félagsliða:

Magdeburg - FC Köbenhavn

Grasshoppers - Paris Handball

Dunkerque - Skjern

Aragon - Bidasoa

Evrópukeppni bikarhafa:

Bjerringbro/Silkeborg - Ademar Leon

Constanta - RK Zagreb

Vardar Skopje - RK Bosna

Hamburg - HC Portovik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×