Handbolti

Flensburg og Kiel efst

Viggó Sigurðsson er að ljúka vel heppnuðu starfstímabili í Þýskalandi
Viggó Sigurðsson er að ljúka vel heppnuðu starfstímabili í Þýskalandi mynd/pjetur

Viggó Sigurðsson stýrði liði Flensburg í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lið hans lagði Magdeburg á útivelli 34-29. Þetta var næst síðasti leikur liðsins undir stjórn Viggós en síðasti leikur hans með liðið verður sýndur beint á Sýn á Þorláksmessu.

Lærisveinar Róberts Sighvatssonar í Wetzlar unnu þriðja leikinn í röð með því að leggja Hildesheim naumlega 32-31 á útivelli og því virðist eitthvað vera að rofa til hjá liðinu, sem gekk afleitlega í byrjun leiktíðar. Dusseldorf lagði Melsungen 25-24 og þá vann Hamburg stórsigur á Kronau Östringen 36-23.

Keil og Flensburg eru efst og jöfn í deildinni með 25 stig eftir 14 leiki en Nordhorn er í öðru með 24 en hefur spilað 15 leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×