Viðskipti innlent

Lánshæfismat Landsvirkjunar lækkar

Hús Landsvirkjunar.
Hús Landsvirkjunar.

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Landsvirkjunar. Ástæðan er lækkun lánshæfis ríkissjóðs.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að mat á langtímaskuldbindingum í erlendum myntum lækki í A+ úr AA- og eru horfur stöðugar. Lánshæfismat á efnahag félagsins lækkaði sömuleiðis í A+ úr AA- og eru horfur áfram neikvæðar. Þá lækkaði S&P lánshæfiseinkunina á langtímaskuldbindingum í innlendri mynt í AA úr AA+.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×