Davíð í pólitík, okurvextir, Dómínós 28. desember 2006 16:42 Samkvæmt þessu (sem ég var reyndar búinn að segja frá fyrir jól) og þessu er Davíð Oddsson ekki bara að káfa utan í pólitíkinni, hann er kominn á fullt í hana aftur. Hann viðrar ekki bara skoðanir á efnahagsmálum, heldur líka þróunaraðstoð, Evrópusambandinu og framboðinu til öryggisráðsins. Hvernig ætli þetta mælist fyrir hjá forystu flokksins - takið líka eftir orðum um nýjan framkvæmdastjóra hans? --- --- --- Það er ekki oft að maður les greinar sem birta manni nýja sýn á jafn þreytt og snúið umræðuefni og vexti. Svoleiðis texta las ég þó í Fréttablaðinu í morgun, greinin er eftir mann sem ég þekki ekki neitt, Andrés Magnússon, og er sagður vera íbúðalánagreiðandi í Noregi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að íbúðalán séu 6-15 sinnum dýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum og furðar sig á fálæti stjórnmálamanna, fjölmiðlamanna og hagfræðinga um þetta efni. Og svo beinir hann sjónum sínum að krónunni og segir: "Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir." Þessu er Davíð Oddsson nú ekki sammála í viðtalinu við Nordisk Tidskrift. Annars skrifar Andrés Magnússon orðrétt: "Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar." Er ekki mál að linni? --- --- --- Nú hafa verið fréttir af Dómínós-pítsu sms-inu í fjóra daga samfleytt. Mætti halda að þetta væri heitasta fréttamál ársins. Ég fékk ekki svona sms af þeirri einföldu ástæðu að ég myndi aldrei kaupa pítsu hjá Dómínós. Þeir hafa ekki símann hjá mér. Pítsurnar hjá eru vondar, ekkert nema útblásið brauð. Þær eru miklu betri pítsurnar í Eldsmiðjunni - og þeir sendu ekkert sms. Annars eru pítsur almennt frekar vondar og dýrar á Íslandi - þrátt fyrir hvað við étum mikið af þessari fæðutegund. Einu sinni opnaði hópur íslenskra athafnamanna keðju pítsustaða í Kaupmannahöfn. Þeir héldu að þeir gætu kennt Dönum sitthvað í pítsuáti. Þetta reyndist vera misskilningur. Aðaleinkennið á íslensku pítsunum var hvað þær voru dýrar. Danir héldu áfram að kaupa pítsur á tyrkjabúllum þar sem þær kostuðu ekki nema svona þrjátíu danskar krónur stykkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Samkvæmt þessu (sem ég var reyndar búinn að segja frá fyrir jól) og þessu er Davíð Oddsson ekki bara að káfa utan í pólitíkinni, hann er kominn á fullt í hana aftur. Hann viðrar ekki bara skoðanir á efnahagsmálum, heldur líka þróunaraðstoð, Evrópusambandinu og framboðinu til öryggisráðsins. Hvernig ætli þetta mælist fyrir hjá forystu flokksins - takið líka eftir orðum um nýjan framkvæmdastjóra hans? --- --- --- Það er ekki oft að maður les greinar sem birta manni nýja sýn á jafn þreytt og snúið umræðuefni og vexti. Svoleiðis texta las ég þó í Fréttablaðinu í morgun, greinin er eftir mann sem ég þekki ekki neitt, Andrés Magnússon, og er sagður vera íbúðalánagreiðandi í Noregi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að íbúðalán séu 6-15 sinnum dýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum og furðar sig á fálæti stjórnmálamanna, fjölmiðlamanna og hagfræðinga um þetta efni. Og svo beinir hann sjónum sínum að krónunni og segir: "Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir." Þessu er Davíð Oddsson nú ekki sammála í viðtalinu við Nordisk Tidskrift. Annars skrifar Andrés Magnússon orðrétt: "Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar." Er ekki mál að linni? --- --- --- Nú hafa verið fréttir af Dómínós-pítsu sms-inu í fjóra daga samfleytt. Mætti halda að þetta væri heitasta fréttamál ársins. Ég fékk ekki svona sms af þeirri einföldu ástæðu að ég myndi aldrei kaupa pítsu hjá Dómínós. Þeir hafa ekki símann hjá mér. Pítsurnar hjá eru vondar, ekkert nema útblásið brauð. Þær eru miklu betri pítsurnar í Eldsmiðjunni - og þeir sendu ekkert sms. Annars eru pítsur almennt frekar vondar og dýrar á Íslandi - þrátt fyrir hvað við étum mikið af þessari fæðutegund. Einu sinni opnaði hópur íslenskra athafnamanna keðju pítsustaða í Kaupmannahöfn. Þeir héldu að þeir gætu kennt Dönum sitthvað í pítsuáti. Þetta reyndist vera misskilningur. Aðaleinkennið á íslensku pítsunum var hvað þær voru dýrar. Danir héldu áfram að kaupa pítsur á tyrkjabúllum þar sem þær kostuðu ekki nema svona þrjátíu danskar krónur stykkið.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun