Viðskipti erlent

Nikkei í methæðum á nýju ári?

Mynd/AFP

Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei 225 endaði í 17.225,83 stigum við lokun kauphallarinnar í Tókýó í Japan á síðasta viðskiptadegi ársins í morgun. Þetta er 7 prósenta hækkun vísitölunnar á árinu og fjórða árið í röð sem vísitalan hækkar á milli ára. Hagfræðingar búast við að vísitalan rjúfi 20.000 stiga múrinn á næsta ári þrátt fyrir að hagvöxtur þar í landi hafi ekki mælst minni í 18 mánuði.

Hlutabréfamörkuðum hefur gengið ágætlega í Asíu á árinu, ekki síst á Indlandi og í Kína auk þess sem S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu fór í methæðir í dag þegar hún lokaði í 5.684,4 stigum. Hækkunin á árinu nemur 19 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×