St. Kitts og Nevis-eyja yfirlýsingin 21. júní 2006 00:01 Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins stendur nú á Sankti Kitts og Nevis-eyjum. Fundurinn hefur samþykkt yfirlýsingu með eins atkvæðis meirihluta þar sem því er lýst yfir að ekki sé lengur þörf á allsherjar hvalveiðibanni. Þetta hafa þótt nokkur tíðindi. En kjarni málsins er hins vegar sá að samþykktin er með öllu gildislaus að þjóðarétti. Hvalveiðibanninu verður ekki aflétt nema með stórauknum meirihluta í ráðinu. Að því leyti situr allt í sama farinu. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur verið óstarfhæft í meira en tvo áratugi. Ástæðan er sú að meirihluti aðildarríkjanna hefur hafnað vísindalegum aðferðum við ákvarðanir um nýtingu hvalastofna. Það er umhugsunarefni að forystuþjóðir í þekkingarheimi nútímans eins og Bandaríkin og Bretland skuli hafa forystu fyrir ákvörðunum á alþjóðavettvangi um nýtingu náttúruauðlinda þar sem blásið er á öll vísindaleg rök. Veruleikinn er sá að það er pólitískt ódýrt fyrir þessar þjóðir að kaupa sér frið á heimavígstöðvum gagnvart öfgasamtökum af ýmsu tagi með þessum hætti. Það er helsta ástæðan fyrir því að hvalveiðisáttmálinn hefur verið fótum troðinn svo lengi sem raun ber vitni. Þrátt fyrir þá samþykkt sem nú hefur verið gerð eru engar líkur á að í náinni framtíð fáist aukinn meirihluti til þess að gera raunverulegar breytingar á samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Sú staðreynd blasir við. Með nokkrum rökum má segja að hvalveiðar einar og sér skipti okkur ekki miklu efnahagslega. En málið er ekki svo einfalt. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja jafnvægi í nýtingu auðlinda sjávar. Við hvorki megum né getum vikið okkur undan þeirri ábyrgð. Sú ábyrgð fylgir fullveldisréttinum. Jafnframt er mikilvægt að draga lærdóm af þróun mál innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. Um nokkurn tíma hefur gætt vaxandi tilhneigingar til þess að draga ákvarðanir um almenna fiskveiðistjórnun inn í alþjóðlegan farveg. Utanríkisþjónustan hefur varist vel slíkum kröfum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í ljósi hvalveiðireynslunnar er afar brýnt að verja sjálfsákvörðunarréttinn um nýtingu auðlinda og rétt svæðisbundinna ríkjasamtaka á því sviði. Við höfum jafnan hafnað þeirri tvöfeldni Bandaríkjanna að leyfa takmarkaðan sjálfsþurftarbúskap í þessum efnum með verslunarbanni. Nýtingu náttúruauðlinda á að stjórna á vísindalegum forsendum en ekki með viðskiptahöftum. Að sumu leyti má segja að við höfum litið framhjá þessa grundvallarafstöðu okkar þegar ákveðið var að vernda rjúpnastofninn með viðskiptabanni. Við þurfum því að finna aðrar leiðir í þeim efnum til þess að veikja ekki mikilvæga eigin röksemdarfærslu í alþjóðasamfélaginu. Þó að samþykktin frá St. Kitts og Nevis eyjum hafi kætt margt hjartað verða hvalveiðimálin áfram snúin. Eftir sem áður verður nauðsynlegt að fara þar fram með gætni en fastmótuð grundvallarmarkmið. Mikilvægast er þó að vinna með sýnilegum hætti að framgangi málsins á alþjóðavettvangi. Þess mætti til að mynda freista að gera Norður Atlantshafs hvalveiðiráðið virkara í alþjóðlegri umræðu. Ekki verður annað ráðið en sjávarútvegsráðherra hafi glöggt mat á þessari stöðu og tefli hvern leik af skynsemi. Sú skák er að vísu orðin löng. En aðalatriðið er að gefa ekki taflið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins stendur nú á Sankti Kitts og Nevis-eyjum. Fundurinn hefur samþykkt yfirlýsingu með eins atkvæðis meirihluta þar sem því er lýst yfir að ekki sé lengur þörf á allsherjar hvalveiðibanni. Þetta hafa þótt nokkur tíðindi. En kjarni málsins er hins vegar sá að samþykktin er með öllu gildislaus að þjóðarétti. Hvalveiðibanninu verður ekki aflétt nema með stórauknum meirihluta í ráðinu. Að því leyti situr allt í sama farinu. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur verið óstarfhæft í meira en tvo áratugi. Ástæðan er sú að meirihluti aðildarríkjanna hefur hafnað vísindalegum aðferðum við ákvarðanir um nýtingu hvalastofna. Það er umhugsunarefni að forystuþjóðir í þekkingarheimi nútímans eins og Bandaríkin og Bretland skuli hafa forystu fyrir ákvörðunum á alþjóðavettvangi um nýtingu náttúruauðlinda þar sem blásið er á öll vísindaleg rök. Veruleikinn er sá að það er pólitískt ódýrt fyrir þessar þjóðir að kaupa sér frið á heimavígstöðvum gagnvart öfgasamtökum af ýmsu tagi með þessum hætti. Það er helsta ástæðan fyrir því að hvalveiðisáttmálinn hefur verið fótum troðinn svo lengi sem raun ber vitni. Þrátt fyrir þá samþykkt sem nú hefur verið gerð eru engar líkur á að í náinni framtíð fáist aukinn meirihluti til þess að gera raunverulegar breytingar á samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Sú staðreynd blasir við. Með nokkrum rökum má segja að hvalveiðar einar og sér skipti okkur ekki miklu efnahagslega. En málið er ekki svo einfalt. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja jafnvægi í nýtingu auðlinda sjávar. Við hvorki megum né getum vikið okkur undan þeirri ábyrgð. Sú ábyrgð fylgir fullveldisréttinum. Jafnframt er mikilvægt að draga lærdóm af þróun mál innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. Um nokkurn tíma hefur gætt vaxandi tilhneigingar til þess að draga ákvarðanir um almenna fiskveiðistjórnun inn í alþjóðlegan farveg. Utanríkisþjónustan hefur varist vel slíkum kröfum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í ljósi hvalveiðireynslunnar er afar brýnt að verja sjálfsákvörðunarréttinn um nýtingu auðlinda og rétt svæðisbundinna ríkjasamtaka á því sviði. Við höfum jafnan hafnað þeirri tvöfeldni Bandaríkjanna að leyfa takmarkaðan sjálfsþurftarbúskap í þessum efnum með verslunarbanni. Nýtingu náttúruauðlinda á að stjórna á vísindalegum forsendum en ekki með viðskiptahöftum. Að sumu leyti má segja að við höfum litið framhjá þessa grundvallarafstöðu okkar þegar ákveðið var að vernda rjúpnastofninn með viðskiptabanni. Við þurfum því að finna aðrar leiðir í þeim efnum til þess að veikja ekki mikilvæga eigin röksemdarfærslu í alþjóðasamfélaginu. Þó að samþykktin frá St. Kitts og Nevis eyjum hafi kætt margt hjartað verða hvalveiðimálin áfram snúin. Eftir sem áður verður nauðsynlegt að fara þar fram með gætni en fastmótuð grundvallarmarkmið. Mikilvægast er þó að vinna með sýnilegum hætti að framgangi málsins á alþjóðavettvangi. Þess mætti til að mynda freista að gera Norður Atlantshafs hvalveiðiráðið virkara í alþjóðlegri umræðu. Ekki verður annað ráðið en sjávarútvegsráðherra hafi glöggt mat á þessari stöðu og tefli hvern leik af skynsemi. Sú skák er að vísu orðin löng. En aðalatriðið er að gefa ekki taflið.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun