Refsivöndinn gegn rusli 2. maí 2006 00:01 Íslendingar telja sig fallega þjóð. Við erum vel menntuð, efnuð, víðsýn og umburðarlynd. Þetta virðist almennt sýn þjóðarinnar á sjálfa sig. Við viljum öllum vel og leggjum okkur fram við flest sem við gerum. Við erum vinnusöm og dugleg, sjálfstæð og heiðarleg. Það er ekki amalegt að tilheyra þessum framúrskarandi hópi. Heimskt er heimaalið barn segir málsháttur sem flestir þekkja og vísar í að það sé menntandi og fræðandi að ferðast og kynnast menningu og háttum annarra þjóða. Seint verður það sagt um Íslendinga að þeir séu mjög heimaaldir því nú þykir sjálfsagt að ferðast um heiminn, helst árlega og jafnvel oft á ári. Heimskan ætti því ekki að vera almenn en mikið væri óskandi ef öll þessi ferðalög til annarra landa gætu kennt okkur snyrtimennsku og almenna kurteisi í umgengni. Auglýsingar, sem birst hafa að undanförnu í sjónvarpi, eru mjög góð áminning. Flestir hafa trúlega séð þessar myndir, þar sem falleg og vel til höfð fjölskylda situr við matarborðið en gólfið umhverfis er þakið umbúðum og hverskyns rusli. Fjölskyldufaðirinn kemur ríðandi mótorfáki inn á gólf og fleygir þar frá sér sígarettustubbi. Íslendingar, þessi fallega, menntaða og vel til hafða þjóð gengur trúlega ekki svona um heima sér ¿ innandyra. Hinsvegar ganga ótrúlega margir svona um utandyra. Það þykir sjálfsagt að fleygja sígarettustubb á jörðina, fólk spýtir tyggigúmmíinu út úr sér þar sem það stendur fyrir aðra að stíga á og umbúðir skyndibitans fljúga út um bílgluggana. Ruslið sem ég tíni saman í garðinum mínum oft á ári kemur þangað vegna þess að umhverfissóðar hafa fleygt því frá sér, ekki inn í garðinn minn en það fýkur þaðan sem því er fleygt. Í hvert sinn sem menn fleygja frá sér tómri drykkjarfernu, sælgætisumbúðum eða sígarettustubbi jafngildir það því að fleygja því frá sér inni á heimili vina og vandamanna eða sínu eigin heimili. Slíkt dytti trúlega engum í hug en hver er í raun munurinn? Í Malasíu liggja þung viðurlög við því að fleygja frá sér rusli af nokkru tagi á víðavangi enda sést þar hvergi tyggjóklessa né sígarettustubbur. Það vilja nefnilega flestir vernda budduna sína þótt þeir hafi ekki alltaf vit á að vernda umhverfi sitt. Þar - og víðar í heiminum - hefur því verið gripið til þess ráðs að kafa djúpt í buddu þeirra einstaklinga sem láta eins og göngustígar, gangstéttir, götur og náttúran öll sé ein stór ruslafata sem megi fleygja í að vild. Og þetta virkar víða ágætlega. Væntanlega krefst þetta nokkurs eftirlits, a.m.k. í byrjun meðan verið er að kenna fólki að ganga um eins og siðmenntaðir einstaklingar en ekki eins og sóðar. En með hæfilegum fjársektum næðist árangur trúlega fljótt og vel og tekjur vegna þeirra gætu skilað drjúgt í ríkiskassann. Við getum velt því fyrir okkur hvað séu hæfilegar sektir fyrir sóðaskap. Það mætti t.d. sekta um 26 þúsund krónur fyrir að spýta út úr sér tyggigúmmíi á víðavangi, hver sígarettustubbur gæti þá kostað um 20 þúsund krónur, tóm drykkjarferna gæti lagt sig á 24 þúsund krónur og í þessum samhengi mætti setja nokkur hundruð þúsund króna verðmiða á akstur utan vega. Síðan ég var barn - og það er býsna langt síðan - hafa ítrekað birst auglýsingaherferðir gegn sóðaskap almennings. Árangur hefur stundum náðst, tímabundið, og stundum ekki. Kannski er kominn tími til að grípa til refsivandarins. Hitt virðist ekki duga. Það er ótrúlegt að verða vitni að því að rusli er fleygt út um bílglugga á rauðu ljósi, út úr 3 - 4 milljóna króna bíl af vel til höfðu og vel klæddu fólki. Iðulega hef ég heyrt siglt fólk, nýkomið frá útlöndum, dást að því hvað allt hefur verið hreint þar, hvergi rusl að sjá, munur eða hér heima. Hvernig væri að læra af ferðalögunum og sýna sömu snyrtimennsku hér og þar? Vissulega er ástandið ekki allsstaðar til fyrirmyndar en við ættum hinsvegar að geta tilheyrt fyrirmyndarhópnum. Það ætti að vera hægt að venja þrjú hundruð þúsund manna þjóð af þessum sóðaskap. Ég veit að stundum hafa einstaklingar, sem orðið hafa vitni að athæfi sem þessu, hnippt í sóðann og bent honum á að þeir hafi misst eitthvað. Jafnvel eru dæmi um að fólk hafi tekið upp rusl sem aðrir hafa hent frá sér og hlaupið sóðann uppi til að skila ruslinu. Þetta er góð hugmynd en hvort hún dugir sem lexía veit ég ekki. Nóg er að minnsta kosti af ruslinu og nú á vordögum, þegar fólk keppist við að taka til í görðunum sínum, er ruslið á göngustígum og opnum svæðum alveg æpandi vitnisburður um sóðaskapinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Íslendingar telja sig fallega þjóð. Við erum vel menntuð, efnuð, víðsýn og umburðarlynd. Þetta virðist almennt sýn þjóðarinnar á sjálfa sig. Við viljum öllum vel og leggjum okkur fram við flest sem við gerum. Við erum vinnusöm og dugleg, sjálfstæð og heiðarleg. Það er ekki amalegt að tilheyra þessum framúrskarandi hópi. Heimskt er heimaalið barn segir málsháttur sem flestir þekkja og vísar í að það sé menntandi og fræðandi að ferðast og kynnast menningu og háttum annarra þjóða. Seint verður það sagt um Íslendinga að þeir séu mjög heimaaldir því nú þykir sjálfsagt að ferðast um heiminn, helst árlega og jafnvel oft á ári. Heimskan ætti því ekki að vera almenn en mikið væri óskandi ef öll þessi ferðalög til annarra landa gætu kennt okkur snyrtimennsku og almenna kurteisi í umgengni. Auglýsingar, sem birst hafa að undanförnu í sjónvarpi, eru mjög góð áminning. Flestir hafa trúlega séð þessar myndir, þar sem falleg og vel til höfð fjölskylda situr við matarborðið en gólfið umhverfis er þakið umbúðum og hverskyns rusli. Fjölskyldufaðirinn kemur ríðandi mótorfáki inn á gólf og fleygir þar frá sér sígarettustubbi. Íslendingar, þessi fallega, menntaða og vel til hafða þjóð gengur trúlega ekki svona um heima sér ¿ innandyra. Hinsvegar ganga ótrúlega margir svona um utandyra. Það þykir sjálfsagt að fleygja sígarettustubb á jörðina, fólk spýtir tyggigúmmíinu út úr sér þar sem það stendur fyrir aðra að stíga á og umbúðir skyndibitans fljúga út um bílgluggana. Ruslið sem ég tíni saman í garðinum mínum oft á ári kemur þangað vegna þess að umhverfissóðar hafa fleygt því frá sér, ekki inn í garðinn minn en það fýkur þaðan sem því er fleygt. Í hvert sinn sem menn fleygja frá sér tómri drykkjarfernu, sælgætisumbúðum eða sígarettustubbi jafngildir það því að fleygja því frá sér inni á heimili vina og vandamanna eða sínu eigin heimili. Slíkt dytti trúlega engum í hug en hver er í raun munurinn? Í Malasíu liggja þung viðurlög við því að fleygja frá sér rusli af nokkru tagi á víðavangi enda sést þar hvergi tyggjóklessa né sígarettustubbur. Það vilja nefnilega flestir vernda budduna sína þótt þeir hafi ekki alltaf vit á að vernda umhverfi sitt. Þar - og víðar í heiminum - hefur því verið gripið til þess ráðs að kafa djúpt í buddu þeirra einstaklinga sem láta eins og göngustígar, gangstéttir, götur og náttúran öll sé ein stór ruslafata sem megi fleygja í að vild. Og þetta virkar víða ágætlega. Væntanlega krefst þetta nokkurs eftirlits, a.m.k. í byrjun meðan verið er að kenna fólki að ganga um eins og siðmenntaðir einstaklingar en ekki eins og sóðar. En með hæfilegum fjársektum næðist árangur trúlega fljótt og vel og tekjur vegna þeirra gætu skilað drjúgt í ríkiskassann. Við getum velt því fyrir okkur hvað séu hæfilegar sektir fyrir sóðaskap. Það mætti t.d. sekta um 26 þúsund krónur fyrir að spýta út úr sér tyggigúmmíi á víðavangi, hver sígarettustubbur gæti þá kostað um 20 þúsund krónur, tóm drykkjarferna gæti lagt sig á 24 þúsund krónur og í þessum samhengi mætti setja nokkur hundruð þúsund króna verðmiða á akstur utan vega. Síðan ég var barn - og það er býsna langt síðan - hafa ítrekað birst auglýsingaherferðir gegn sóðaskap almennings. Árangur hefur stundum náðst, tímabundið, og stundum ekki. Kannski er kominn tími til að grípa til refsivandarins. Hitt virðist ekki duga. Það er ótrúlegt að verða vitni að því að rusli er fleygt út um bílglugga á rauðu ljósi, út úr 3 - 4 milljóna króna bíl af vel til höfðu og vel klæddu fólki. Iðulega hef ég heyrt siglt fólk, nýkomið frá útlöndum, dást að því hvað allt hefur verið hreint þar, hvergi rusl að sjá, munur eða hér heima. Hvernig væri að læra af ferðalögunum og sýna sömu snyrtimennsku hér og þar? Vissulega er ástandið ekki allsstaðar til fyrirmyndar en við ættum hinsvegar að geta tilheyrt fyrirmyndarhópnum. Það ætti að vera hægt að venja þrjú hundruð þúsund manna þjóð af þessum sóðaskap. Ég veit að stundum hafa einstaklingar, sem orðið hafa vitni að athæfi sem þessu, hnippt í sóðann og bent honum á að þeir hafi misst eitthvað. Jafnvel eru dæmi um að fólk hafi tekið upp rusl sem aðrir hafa hent frá sér og hlaupið sóðann uppi til að skila ruslinu. Þetta er góð hugmynd en hvort hún dugir sem lexía veit ég ekki. Nóg er að minnsta kosti af ruslinu og nú á vordögum, þegar fólk keppist við að taka til í görðunum sínum, er ruslið á göngustígum og opnum svæðum alveg æpandi vitnisburður um sóðaskapinn.