Fylkismenn komnir í bullandi fallbaráttuslag 28. ágúst 2006 11:30 sigurmarkið Barry Smith fagnar hér marki sínu í Árbænum. MYND/Anton Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og komum betur inn í leikinn í seinni hálfleik og stjórnuðum honum að miklu leyti,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, og var heldur niðurlútur að leik loknum. „Við bara nýttum ekki þau færi sem við fengum í leiknum til að skora mark og er það ekki í fyrsta skiptið í sumar. Við spiluðum ekki vel í dag en við mættum liði sem leggur áherslu á að drepa leikinn niður, hanga til baka og grenja í grasinu. Ég hef aldrei mætt jafn slæmu liði hvað þetta varðar áður. En þeir komust upp með þetta og unnu leikinn. Þetta greinilega virkar fyrir þá,“ sagði Leifur. Það er óvarlega áætlað að segja að leikur Fylkis og Vals hafi verið einn versti leikur sumarsins. Það var hreint með ólíkindum að sjá leikmenn beggja liða framkvæma hvert klúðrið á fætur öðru enda bauð spil og samleikur manna ekki upp á mikið. Síendurteknar háloftasendingar og illa útfært miðjuspil var einkennandi fyrir leikinn sem og klaufagangur sóknarmanna þegar upp að marki andstæðingsins var komið. Átti þetta sérstaklega við um Fylkisliðið. Valsmenn áttu nokkrar ágætar sóknir í leiknum og var Matthías Guðmundsson nærri því að skora í þau skipti. Það var þó varnarmaðurinn Barry Smith sem skoraði eina mark leiksins þegar Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, kýldi boltann beint fyrir framan fætur hans í glórulausu úthlaupi. Smith skoraði í autt markið. Fjalar átti reyndar afleitan dag og var stálheppinn að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig og einnig var hann í tvígang afar nálægt því að handleika knöttinn utan vítateigs. Bjarni Halldórsson varamarkvörður átti fína innkomu í síðasta leik Fylkis og hlýtur að gera tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik. Gamli Fylkismaðurinn hinum megin á vellinum, Kjartan Sturluson, steig ekki feilspor í leiknum en það reyndi heldur ekki mikið á hann. Þeir Albert Ingason og Haukur Ingi Guðnason áttu bestu færi heimamanna með skömmu millibili í síðari hálfleik en í bæði skiptin fór boltinn hárfínt fram hjá marki Vals. „Þetta var vinnusigur og afar ljúfur sigur. Nú erum við í 2. sæti og endanlega lausir við fallhættuna. Það er mikill léttir og er mikil gleði í hópnum,“ sagði Matthías Guðmundsson Valsari. „Deildin býður upp á svona leiki enda spennan mikil í neðri hluta deildarinnar. Núna ætlum við að berjast fyrir því að halda 2. sætinu.“ „Við þurfum á sigrinum að halda og var ég að vonast til að hann hefði komið í dag,“ sagði Leifur. „Við erum enn í fallhættu og þurfum við að gera okkur betur grein fyrir því.“ Íþróttir Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Henry harðorður í garð Mbappé Fótbolti Fleiri fréttir Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Fylkismenn eru í miklum vandræðum eftir 0-1 tapleik gegn Valsmönnum á heimavelli í gær. Liðið hefur ekki náð miklu úr síðustu leikjum sínum og af leik liðsins að dæma í gær er það einfaldlega ekki líklegt til frekari afreka á vellinum í haust. Valsmenn einbeittu sér að varnarleiknum í gær og uppskáru dýrmæt þrjú stig. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og komum betur inn í leikinn í seinni hálfleik og stjórnuðum honum að miklu leyti,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, og var heldur niðurlútur að leik loknum. „Við bara nýttum ekki þau færi sem við fengum í leiknum til að skora mark og er það ekki í fyrsta skiptið í sumar. Við spiluðum ekki vel í dag en við mættum liði sem leggur áherslu á að drepa leikinn niður, hanga til baka og grenja í grasinu. Ég hef aldrei mætt jafn slæmu liði hvað þetta varðar áður. En þeir komust upp með þetta og unnu leikinn. Þetta greinilega virkar fyrir þá,“ sagði Leifur. Það er óvarlega áætlað að segja að leikur Fylkis og Vals hafi verið einn versti leikur sumarsins. Það var hreint með ólíkindum að sjá leikmenn beggja liða framkvæma hvert klúðrið á fætur öðru enda bauð spil og samleikur manna ekki upp á mikið. Síendurteknar háloftasendingar og illa útfært miðjuspil var einkennandi fyrir leikinn sem og klaufagangur sóknarmanna þegar upp að marki andstæðingsins var komið. Átti þetta sérstaklega við um Fylkisliðið. Valsmenn áttu nokkrar ágætar sóknir í leiknum og var Matthías Guðmundsson nærri því að skora í þau skipti. Það var þó varnarmaðurinn Barry Smith sem skoraði eina mark leiksins þegar Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, kýldi boltann beint fyrir framan fætur hans í glórulausu úthlaupi. Smith skoraði í autt markið. Fjalar átti reyndar afleitan dag og var stálheppinn að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig og einnig var hann í tvígang afar nálægt því að handleika knöttinn utan vítateigs. Bjarni Halldórsson varamarkvörður átti fína innkomu í síðasta leik Fylkis og hlýtur að gera tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik. Gamli Fylkismaðurinn hinum megin á vellinum, Kjartan Sturluson, steig ekki feilspor í leiknum en það reyndi heldur ekki mikið á hann. Þeir Albert Ingason og Haukur Ingi Guðnason áttu bestu færi heimamanna með skömmu millibili í síðari hálfleik en í bæði skiptin fór boltinn hárfínt fram hjá marki Vals. „Þetta var vinnusigur og afar ljúfur sigur. Nú erum við í 2. sæti og endanlega lausir við fallhættuna. Það er mikill léttir og er mikil gleði í hópnum,“ sagði Matthías Guðmundsson Valsari. „Deildin býður upp á svona leiki enda spennan mikil í neðri hluta deildarinnar. Núna ætlum við að berjast fyrir því að halda 2. sætinu.“ „Við þurfum á sigrinum að halda og var ég að vonast til að hann hefði komið í dag,“ sagði Leifur. „Við erum enn í fallhættu og þurfum við að gera okkur betur grein fyrir því.“
Íþróttir Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Henry harðorður í garð Mbappé Fótbolti Fleiri fréttir Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira