Sport

Fyrsti sigur Massa og Alonso jók forskotið

fögnuður Felipe Massa fagnaði ógurlega sínum fyrsta sigri í Formúlu 1-kappakstrinum.
fögnuður Felipe Massa fagnaði ógurlega sínum fyrsta sigri í Formúlu 1-kappakstrinum. MYND/Getty

Formúla 1 Það var mikil spenna í Tyrklandskappakstrinum í gær en eftir magnaðan kappakstur var það Felipe Massa sem fagnaði sigri. Hann fagnaði mikið og Spánverjinn Fernando Alonso fagnaði einnig vel og innilega enda kom hann í mark annar og rétt á undan Michael Schumacher og er því 12 stigum á undan Þjóðverjanum í stigakeppni ökumanna.

Þetta var frábær dagur fyrir mig. Þegar ég hugsa um allt sem ég gerði til að komast hingað þá verð ég mjög glaður, sagði tilfinningaríkur Massa eftir keppnina.

Aðeins eru fjórar keppnir eftir á tímabilinu og Schumacher á verk fyrir höndum ef hann ætlar að endurheimta heimsmeistaratignina af Alonso. Hann vildi lítið tala um það eftir keppnina og ákvað þess í stað að hrósa liðsfélaga sínum hjá Ferrari.

Felipe stóð sig frábærlega. Þetta er eitt af því góða við þetta lið, ef einhver klárar ekki dæmið þá er annar til staðar sem gerir það, sagði Schumacher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×