Framboð "eldri borgara" 15. desember 2006 22:27 Þegar fólk nær ákveðnum aldri fer því að berast póstur frá einhverju sem heitir Félag eldri borgara. Það biður ekki um póstinn. Kannski vilja sumir ekki ganga í þetta félag, jafnvel þótt þeir verði hundrað og fimmtíu ára. Ekki fremur en ég myndi ganga í félag miðaldra fólks. Gamalt fólk er hópur sem á ekki endilega mikið sameiginlegt, ekki frekar en þeir sem eru á fimmtugsaldri. Sumir vita ekki aura sinna tal, aðrir eru stöndugir og búa í góðum eignum - gleymum því ekki að margir þeir sem eru að verða gamlir núna tilheyra því sem hefur verið kallað drakúlakynslóðin. Það er fólkið sem eignaðist húsnæði á verðbólgutímanum. Sölsaði undir sig sparifé kynslóðarinnar sem kom á undan og lét svo kynslóðina sem kom á eftir um að borga skuldirnar fyrir sig. Svo er annað gamalt fólk sem hefur það skítt. Nýtur kannski mjög takmarkaðra lífeyrisréttinda og hefur varla nema ellilífeyri til að reiða sig á. Það er vissulega slæmt hlutskipti. Það er ekki hægt að segja að eldra fólk krefjist einhvers, ekki frekar en hægt er að segja að ungt fólk krefjist einhvers. Hins vegar eru greinilega einhverjir í röðum gamals fólks sem langar að fara út í stjórnmálin. Um þetta voru fréttir í fjölmiðlum í dag - en hins vegar gleymdist að segja hvaða fólk þetta er. Það var eins og maður ætti að halda að þetta væru "eldri borgarar" eins og þeir leggja sig. Þegar líður að kosningum er tilvalið að beita stjórnmálamenn þrýstingi. Þeir eru mjög næmir á kosningavetri - næstum ofurnæmir. Þess vegna er eðlilegt að samtök eins og Framtíðarlandið láti í veðri vaka að þau ætli að bjóða fram til þings. Hið sama gildir um þennan hóp eldri borgara - þetta er annars agalegt orðskrípi. Hins vegar versnar í því þegar svona samtök reyna að gera alvöru úr því að bjóða fram. Þá verða þau eins og segull á kverúlanta. Einhverjir fara að ganga með þingmann í maganum og þá fara að brjótast út innbyrðis átök. Það getur orðið vandræðalegt. Annað vandamál er að svona samtök þurfa að fá að minnsta kosti átta prósent í einhverju kjördæmi til að ná inn á þing. Það getur reynst torvelt, sérstaklega þegar þarf að höfða til hóps sem er kannski ekki mjög ævintýragjarnir kjósendur. En það er auðvitað sjálfsagt að hræða þingmennina eins og hægt er. Sérstaklega þegar eru að koma kosningar. --- --- --- Ég nefndi slysatíðnina við Kárahnjúka í pistli í gær. Eftir þessa frétt á maður varla orð yfir hryllinginn sem þarna virðist eiga sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Þegar fólk nær ákveðnum aldri fer því að berast póstur frá einhverju sem heitir Félag eldri borgara. Það biður ekki um póstinn. Kannski vilja sumir ekki ganga í þetta félag, jafnvel þótt þeir verði hundrað og fimmtíu ára. Ekki fremur en ég myndi ganga í félag miðaldra fólks. Gamalt fólk er hópur sem á ekki endilega mikið sameiginlegt, ekki frekar en þeir sem eru á fimmtugsaldri. Sumir vita ekki aura sinna tal, aðrir eru stöndugir og búa í góðum eignum - gleymum því ekki að margir þeir sem eru að verða gamlir núna tilheyra því sem hefur verið kallað drakúlakynslóðin. Það er fólkið sem eignaðist húsnæði á verðbólgutímanum. Sölsaði undir sig sparifé kynslóðarinnar sem kom á undan og lét svo kynslóðina sem kom á eftir um að borga skuldirnar fyrir sig. Svo er annað gamalt fólk sem hefur það skítt. Nýtur kannski mjög takmarkaðra lífeyrisréttinda og hefur varla nema ellilífeyri til að reiða sig á. Það er vissulega slæmt hlutskipti. Það er ekki hægt að segja að eldra fólk krefjist einhvers, ekki frekar en hægt er að segja að ungt fólk krefjist einhvers. Hins vegar eru greinilega einhverjir í röðum gamals fólks sem langar að fara út í stjórnmálin. Um þetta voru fréttir í fjölmiðlum í dag - en hins vegar gleymdist að segja hvaða fólk þetta er. Það var eins og maður ætti að halda að þetta væru "eldri borgarar" eins og þeir leggja sig. Þegar líður að kosningum er tilvalið að beita stjórnmálamenn þrýstingi. Þeir eru mjög næmir á kosningavetri - næstum ofurnæmir. Þess vegna er eðlilegt að samtök eins og Framtíðarlandið láti í veðri vaka að þau ætli að bjóða fram til þings. Hið sama gildir um þennan hóp eldri borgara - þetta er annars agalegt orðskrípi. Hins vegar versnar í því þegar svona samtök reyna að gera alvöru úr því að bjóða fram. Þá verða þau eins og segull á kverúlanta. Einhverjir fara að ganga með þingmann í maganum og þá fara að brjótast út innbyrðis átök. Það getur orðið vandræðalegt. Annað vandamál er að svona samtök þurfa að fá að minnsta kosti átta prósent í einhverju kjördæmi til að ná inn á þing. Það getur reynst torvelt, sérstaklega þegar þarf að höfða til hóps sem er kannski ekki mjög ævintýragjarnir kjósendur. En það er auðvitað sjálfsagt að hræða þingmennina eins og hægt er. Sérstaklega þegar eru að koma kosningar. --- --- --- Ég nefndi slysatíðnina við Kárahnjúka í pistli í gær. Eftir þessa frétt á maður varla orð yfir hryllinginn sem þarna virðist eiga sér stað.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun