Viðskipti innlent

Metfjöldi á vinnumarkaði

Vinnandi maður Aldrei hafa fleiri verið starfandi á vinnumarkaði en nú.
Vinnandi maður Aldrei hafa fleiri verið starfandi á vinnumarkaði en nú.

Starfandi fólki fjölgaði um 7.800 á öðrum fjórðungi 2006 frá sama tíma fyrir ári samkvæmt nýjustu mælingum Hagstofunnar. Voru 171.600 starfandi af 178.700 manns á vinnumarkaði sem jafngildir 85,1 prósents atvinnuþátttöku. Samkvæmt Morgunkorni Glitnis banka hafa aldrei fleiri verið starfandi á vinnumarkaði. Þar segir að af öllum löndum OECD sé þetta hlutfall einungis hærra í Sviss.

Tölur Hagstofunnar sýna að fjögur prósent vinnuaflans, eða um 7.200 manns, voru að meðaltali án vinnu á öðrum ársfjórðungi. Er það nokkur aukning frá fyrsta ársfjórðungi þegar mældist 2,4 prósent atvinnuleysi. Nýlegar tölur Vinnumálastofnunar gefa hins vegar til kynna 1,3 prósenta atvinnuleysi fyrir sama tímabil. Þessi munur á sér eðlilegar skýringar samkvæmt Morgunkorninu þar sem skilgreining atvinnulausra í könnun Hagstofunnar er mjög ólík mælingu Vinnumálastofnunar. Meirihluti þeirra sem mælast atvinnulausir samkvæmt Hagstofunni eru þannig námsmenn í atvinnuleit, sem skýrir jafnframt að miklu leyti aukninguna milli ársfjórðunga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×