Um gönguferð og virkjanaáætlanir 12. september 2006 00:01 Í Lissabon er gamalt hverfi sem ber merki þess að það var fyrir langa löngu byggt af fólki af norður- afrískum uppruna. Nafn hverfisins, Alfama, er arabískt og mun þýða brunnur. Hverfið er í hlíðum hæðar og þar efst trónir kastali einn mikill, græni Michelin gefur útsýninu þaðan þrjár stjörnur. Hafandi verið ekið upp að kastalanum skoðað hann og dáðst að útsýninu ákváðum við hjónakorn að fá okkur göngutúr niður hæðina. Við lögðum af stað glöð í sinni og dáðumst að þröngum götum sem voru þó frekar stígar en götur og sums staðar var hentugra að fara niður tröppur í þröngum sundum en að fylgja götunni. Þarna sat fólk á bekkjum, karlar og konur allt hið vinalegasta fólk og við alhress með að hafa valið þessa leið aftur í bæinn. Eins og sönnum fróðleiksfúsum ferðamönnum sæmir höfðum við meðferðis bók sem sagði frá staðháttum. Þegar við vorum komin aðeins á leið var gluggað í bókina til að fræðast um þetta skemmtilega hverfi. Hvenær varð það til og hverjir bjuggu þar ? Þá kárnaði hins vegar gamanið. Fólki var eindregið ráðlagt að vera ekki á gangi í þessum hluta hverfisins því þar hefðust við hinir verstu glæpamenn og hyski, sem rændu og rupluðu og gengju jafnvel endanlega frá saklausum vegfaraendum. Það er skemmst frá að segja að ásýnd góðlega fólksins sem við höfðum séð sitjandi á bekkjum breyttist samstundis í illmenni sem sætu þarna fyrir okkur. Þeir sem sáu til okkar síðasta spölinn niður hæðina hafa frekar haldið að við værum að æfa einhverja tegund hraðgöngu en að við værum í huggulegum göngutúr og skoðunarferð. Það eru einhver ár síðan þessi ganga var farin. Hún rifjaðist upp fyrir mér því líkt og ég varð þá óttaslegnari eftir því sem ég fræddist meira um gönguleiðina, þá verð ég nú meira hugsi og óttaslegnari eftir því sem ég fræðist meira um virkjanaframkvæmdirnar fyrir austan og fyrirætlanir um vatns- og gufuaflsvirkjanir. Ég gerði mér grein fyrir að virkjunin fyrir austan yrði stór, en fyrr má nú fyrr vera. Ég gerði mér grein fyrir að ýmis virkjanaáform eru á borðinu, en fyrr má nú fyrr vera. Gamall yfirmaður minn sagði einu sinni við mig að tölulegar upplýsingar hefðu lítið gildi nema þær væru bornar saman við eitthvað. Það sama er uppi á teningnum með lýsingar á framkvæmdunum fyrir austan. Nú heyrast loks lýsingar sem skiljast: lónið sem verður til þarna fyrir austan verður jafn stórt Hvalfirðinum, hæðar munur á vatnsborðinu þegar mest er í lóninu og minnst í því verður á bilinu 50 " 70 metrar, til samanburðar er turninn á Hallgrímskirkju 73 metrar, stíflan sem verið er að steypa verður hæsta stífla í heimi, hvorki meira né minna. Á netinu er að finna yfirlit um orkulindir sem rammaáætlun um virkjanir á landinu mun ná til. Í formál segir að listinn sé ekki endanlegur og að í fyrsta áfanga verði athyglinni einkum beint að jökulám og háhita nærri byggð, "auk Torfajökulsvæðis vegna skipulags að Fjallabaki". Á að skipuleggja svæðið að Fjallabaki ? Á að leiða rör um Torfajökulsvæðið eins og þau sem nú má augum líta á Hellisheiði ? Í yfirlitinu um vatnsaflsvirkjanir í 1. áfanga rammaáætlunar eru 28 staðir taldir upp. Þar af eru sjö á Þjórsársvæði þar á meðal Urriðafoss, og fimm undir Hvítá í Árnessýslu þar með talið Tungufljót við Faxa. Eftir listanum að dæma er verkhönnun í gangi í Blönduveitu 2 og við Villinganesvirkjun í Skagafirði. Við allar þessar vatnsfallsvirkjarnir bætist listi af sautján jarðhitavirkjunum og rannsóknarboranir eru í gangi á þrettán þessara staða. Mér er sagt að tíu þúsund rannsóknarholur hafi verið boraðar, mér hefði fundist þúsund há tala. Hvað ætli sé margt fólk í vinnu við að rannsaka þetta allt saman og búa til skýrslur ? Það er skylda stjórnmálflokka á að upplýsa kjósendur rækilega um hver stefnan er, hvað á að virkja, hverjum á að selja orku og á hvaða verði. Fólk á rétt á því að vita hvaða leið á að fara til komast ekki að því á miðri leið að þeir hefðu kosið aðra, eins og henti okkur hjónakorn í Alfama forðum. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Í Lissabon er gamalt hverfi sem ber merki þess að það var fyrir langa löngu byggt af fólki af norður- afrískum uppruna. Nafn hverfisins, Alfama, er arabískt og mun þýða brunnur. Hverfið er í hlíðum hæðar og þar efst trónir kastali einn mikill, græni Michelin gefur útsýninu þaðan þrjár stjörnur. Hafandi verið ekið upp að kastalanum skoðað hann og dáðst að útsýninu ákváðum við hjónakorn að fá okkur göngutúr niður hæðina. Við lögðum af stað glöð í sinni og dáðumst að þröngum götum sem voru þó frekar stígar en götur og sums staðar var hentugra að fara niður tröppur í þröngum sundum en að fylgja götunni. Þarna sat fólk á bekkjum, karlar og konur allt hið vinalegasta fólk og við alhress með að hafa valið þessa leið aftur í bæinn. Eins og sönnum fróðleiksfúsum ferðamönnum sæmir höfðum við meðferðis bók sem sagði frá staðháttum. Þegar við vorum komin aðeins á leið var gluggað í bókina til að fræðast um þetta skemmtilega hverfi. Hvenær varð það til og hverjir bjuggu þar ? Þá kárnaði hins vegar gamanið. Fólki var eindregið ráðlagt að vera ekki á gangi í þessum hluta hverfisins því þar hefðust við hinir verstu glæpamenn og hyski, sem rændu og rupluðu og gengju jafnvel endanlega frá saklausum vegfaraendum. Það er skemmst frá að segja að ásýnd góðlega fólksins sem við höfðum séð sitjandi á bekkjum breyttist samstundis í illmenni sem sætu þarna fyrir okkur. Þeir sem sáu til okkar síðasta spölinn niður hæðina hafa frekar haldið að við værum að æfa einhverja tegund hraðgöngu en að við værum í huggulegum göngutúr og skoðunarferð. Það eru einhver ár síðan þessi ganga var farin. Hún rifjaðist upp fyrir mér því líkt og ég varð þá óttaslegnari eftir því sem ég fræddist meira um gönguleiðina, þá verð ég nú meira hugsi og óttaslegnari eftir því sem ég fræðist meira um virkjanaframkvæmdirnar fyrir austan og fyrirætlanir um vatns- og gufuaflsvirkjanir. Ég gerði mér grein fyrir að virkjunin fyrir austan yrði stór, en fyrr má nú fyrr vera. Ég gerði mér grein fyrir að ýmis virkjanaáform eru á borðinu, en fyrr má nú fyrr vera. Gamall yfirmaður minn sagði einu sinni við mig að tölulegar upplýsingar hefðu lítið gildi nema þær væru bornar saman við eitthvað. Það sama er uppi á teningnum með lýsingar á framkvæmdunum fyrir austan. Nú heyrast loks lýsingar sem skiljast: lónið sem verður til þarna fyrir austan verður jafn stórt Hvalfirðinum, hæðar munur á vatnsborðinu þegar mest er í lóninu og minnst í því verður á bilinu 50 " 70 metrar, til samanburðar er turninn á Hallgrímskirkju 73 metrar, stíflan sem verið er að steypa verður hæsta stífla í heimi, hvorki meira né minna. Á netinu er að finna yfirlit um orkulindir sem rammaáætlun um virkjanir á landinu mun ná til. Í formál segir að listinn sé ekki endanlegur og að í fyrsta áfanga verði athyglinni einkum beint að jökulám og háhita nærri byggð, "auk Torfajökulsvæðis vegna skipulags að Fjallabaki". Á að skipuleggja svæðið að Fjallabaki ? Á að leiða rör um Torfajökulsvæðið eins og þau sem nú má augum líta á Hellisheiði ? Í yfirlitinu um vatnsaflsvirkjanir í 1. áfanga rammaáætlunar eru 28 staðir taldir upp. Þar af eru sjö á Þjórsársvæði þar á meðal Urriðafoss, og fimm undir Hvítá í Árnessýslu þar með talið Tungufljót við Faxa. Eftir listanum að dæma er verkhönnun í gangi í Blönduveitu 2 og við Villinganesvirkjun í Skagafirði. Við allar þessar vatnsfallsvirkjarnir bætist listi af sautján jarðhitavirkjunum og rannsóknarboranir eru í gangi á þrettán þessara staða. Mér er sagt að tíu þúsund rannsóknarholur hafi verið boraðar, mér hefði fundist þúsund há tala. Hvað ætli sé margt fólk í vinnu við að rannsaka þetta allt saman og búa til skýrslur ? Það er skylda stjórnmálflokka á að upplýsa kjósendur rækilega um hver stefnan er, hvað á að virkja, hverjum á að selja orku og á hvaða verði. Fólk á rétt á því að vita hvaða leið á að fara til komast ekki að því á miðri leið að þeir hefðu kosið aðra, eins og henti okkur hjónakorn í Alfama forðum. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.