CCP gleypir þekktan bandarískan leikjaframleiðanda 13. nóvember 2006 03:56 Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir meðal annars að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds. EVE Online er stærsti fjölleikenda-tölvuleikur á netinu og White Wolf er annar stærsti útgefandi hlutverkaleikja, bóka og spila í heimi, þar á meðal World of Darkness og Exalted. Sameinað fyrirtæki ætlar að markaðssetja nýja leiki með vísindaskáldsagna, hryllings, og ævintýraefni, bæði á netinu og í öðru formi. Meðal efnis sem gefið verður út á næsta ári eru skáldsögur byggðar á EVE Online og þróun er þegar hafin á netútgáfunni af þekktasta leik White Wolf, World of Darkness. Hilmar Pétursson forstjóri, segir að innan White Wolf sé að finna fremsta hæfileikafólk heims á sviði hlutverkaleikja og með því að sameina kraftana verði til fyrirtæki sem eigi sér engan líka hvað snertir gæði, nýsköpun og umfang. Sameiningin geri fyrirtækjunum kleift að leiða þróun sýndarheima, sem sé ný tegund skemmtunar sem sé að verða til og sem er aðgreind frá hefðbundnum tölvuleikjum. CCP, sem var var stofnað 1997 er með höfuðstöðvar í Reykjavík og skrifstofu í Shanghai. White Wolf var stofnað 1991 og hefur m.a. selt yfir 5,5 milljón eintaka af hluverkaleikjabókum. Game Tækni Viðskipti Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir meðal annars að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds. EVE Online er stærsti fjölleikenda-tölvuleikur á netinu og White Wolf er annar stærsti útgefandi hlutverkaleikja, bóka og spila í heimi, þar á meðal World of Darkness og Exalted. Sameinað fyrirtæki ætlar að markaðssetja nýja leiki með vísindaskáldsagna, hryllings, og ævintýraefni, bæði á netinu og í öðru formi. Meðal efnis sem gefið verður út á næsta ári eru skáldsögur byggðar á EVE Online og þróun er þegar hafin á netútgáfunni af þekktasta leik White Wolf, World of Darkness. Hilmar Pétursson forstjóri, segir að innan White Wolf sé að finna fremsta hæfileikafólk heims á sviði hlutverkaleikja og með því að sameina kraftana verði til fyrirtæki sem eigi sér engan líka hvað snertir gæði, nýsköpun og umfang. Sameiningin geri fyrirtækjunum kleift að leiða þróun sýndarheima, sem sé ný tegund skemmtunar sem sé að verða til og sem er aðgreind frá hefðbundnum tölvuleikjum. CCP, sem var var stofnað 1997 er með höfuðstöðvar í Reykjavík og skrifstofu í Shanghai. White Wolf var stofnað 1991 og hefur m.a. selt yfir 5,5 milljón eintaka af hluverkaleikjabókum.
Game Tækni Viðskipti Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira